Fara í innihald

Fornfrumlífsöld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steingervingar fjölfrumunga frá Fornfrumlífsöld.

Fornfrumlífsöld er fyrsta tímabil frumlífsaldar frá 2.500 til 1.600 milljónum ára. Á þessum tíma festust meginlöndin í sessi.

Súrefnisbyltingin er talin hafa átt sér stað á þessu tímabili. Fyrir hana var meginhluti lífvera á Jörðinni loftfirrður. Óbundið súrefni var þeim sem eitur og þær dóu því út þegar það tók að byggjast upp í andrúmsloftinu. Einu lífverurnar sem lifðu af voru ónæmar fyrir eituráhrifum súrefnis eða einangraðar.

Fyrstu heilkjörnungar sem allir heilkjörnungar okkar tíma eru komnir af komu fram á þessum tíma.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.