Upphafsöld
Útlit
Upphafsöld er jarðsögulegt tímabil sem nær frá myndun jarðskorpunnar fyrir 4000 milljón árum að súrefnisbyltingunni fyrir 2500 milljón árum þegar frumlífsöld hófst. Á upphafsöld kólnaði yfirborð Jarðar nægilega til að meginlandsflekarnir gætu myndast og líf gat hafist.
Upphafsöld var áður látin ná frá myndun jarðar fyrir 4540 milljón árum. Undir lok 20. aldar var tekið að nota hugtakið hadesaröld yfir tímabilið fram að myndun storkubergs. Upphafsöld skiptist í frumupphafsöld (4000 til 3600 milljón árum fyrr), fornupphafsöld (3600 til 3200 milljón árum fyrr), miðupphafsöld (3200 til 2800 milljón árum fyrr) og nýupphafsöld (2800 til 2500 milljón árum fyrr).
Fylgir Hadesaröld | 4000 Má. - Upphafsöld - 2500 Má. | Fylgt af Frumlífsöld | |||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
4000 Má. - Frumupphafsöld -3600 Má. | 3600 Má. - Fornupphafsöld -3200 Má. | 3200 Má. - Miðupphafsöld - 2800 Má. | 2800 Má. - Nýupphafsöld - 2500 Má. |