Foringjarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Foringjarnir
Uppruni Flag of Iceland.svg Ísland, Reykjavík
Tónlistarstefnur Þungarokk
Ár 19861988
Meðlimir
Fyrri Þórður Bogason
Einar Jónsson
Jósep Sigurðsson
Oddur F. Sigurbjörnsson
Steingrímur Erlingsson

Foringjarnir er íslensk rokkhljómsveit sem var stofnuð árið 1986. Meðlimir hennar voru í byrjun Þórður Bogason (söngvari), Einar Jónsson (gítar), Steingrímur Erlingsson (bassagítar), Jósep Sigurðsson (hljómborð) og Oddur F. Sigurbjörnsson (trommur).[1] Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu Komdu í partý 30. júlí 1987[2] og á sama ári var lagið Komdu í partý vinsælt og klifraði hátt á lista Bylgjunnar.[3]

Foringjarnir hituðu upp fyrir hljómsveitina Kiss sem kom til Íslands 1988, þeir tónleikar voru í Reiðhöllinni í Víðidal.[4][5]Einnig hituðu þeir upp fyrir Bonny Tyler þegar hún hélt tónleika í Laugardalshöllinni.

Oddur F. Sigurbjörnsson var trommuleikari Tappa Tíkarrass.[6]

Foringjarnir gefa út smáskífu 17. Júní 2017.

Foringjarnir sem eru núna Þórður Bogason, Jósep Sigurðsson og Oddur F. Sigurbjörnsson gáfu út smáskífuna Nótt 17. júní 2017. Þarna koma að hljóðversvinnunnni Þráinn Árni Baldvinsson Gítar, Jakob Smári Magnússon Bassi, Gunnar Ingi Jósepsson Gítar, Sveinbjörn Grétarsson Gítar, Magni F. Gunnarsson Gítar. Úsetningar Jósep Sigurðsson og Addi 800 tók upp sönginn og mixaði og masteraði.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Foringjarnir fimm“. Dagblaðið Vísir. 1986. bls. 20. Sótt 2011.
  2. „Foringjarnir á Lækjatorgi“. Morgunblaðið. 31. júlí, 1987. bls. 34. Sótt 2011.
  3. „Rokkhljómsveitin Skytturnar“. Æskan. 1. október, 1989. bls. 20. Sótt 2011.
  4. http://www.okuskoli.com/hljomsveitir/[óvirkur hlekkur]
  5. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2016. Sótt 1. janúar 2012.
  6. „Hér koma Foringjarnir“. Tíminn. 9. nóvember, 1986. bls. 14. Sótt 2011.
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]