Flóttamaður
Flóttamaður er samkvæmt Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1951 sá sem:
er utan heimalands síns … og af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands; eða þann sem er ríkisfangslaus, og er utan þess lands, þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur, vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, hverfa aftur þangað.[1]“
— .
Flóttamannahugtakið hefur verið víkkað út með starfsreglum samningsins frá 1967 til að ná einnig yfir þá sem flýja heimaland sitt vegna stríðsátaka eða annars ofbeldis. Sá sem sækist eftir hæli sem flóttamaður er skilgreindur sem hælisleitandi.
Hugtakið var skilgreint vegna þess fjölda fólks sem flúði Austur-Evrópu í kjölfar Síðari heimsstyrjaldar. Sú alþjóðastofnun sem helst kemur að málefnum flóttamanna er Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem taldi 28,4 milljónir flóttamanna í heiminum í upphafi árs 2006. Það var þá það minnsta sem verið hafði frá 1980.
Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna var fjöldi flóttamanna í lok árs 2014 59,5 milljónir sem er hæsta tala þeirra síðan í síðari heimstyrjöld. [2]Flóttamannavandinn í Evrópu svokallaði varð vegna mikillar fjölgunar flóttamanna árið 2015 á heimsvísu.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Hverjir teljast flóttamenn?“ á vef Rauða kross Íslands.
- ↑ The Global Refugee Crisis, Region by Region New york times. Skoðað 15. apríl, 2016.