Fara í innihald

Hælisleitandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Uppruni hælisleitenda árið 2009.

Hælisleitandi eða umsækjandi um alþjóðlega vernd er persóna sem yfirgefur eða flýr heimaland sitt og heldur til annars lands þar sem hann sækir um hæli eða vernd. Hann fyllir út umsókn hjá innflytjendastofnun viðkomandi lands sem verður samþykkt eða hafnað. Ef honum er hafnað getur hann þurft að yfirgefa landið. Hægt er að kæra brottvísun og fá dómstóla til að úrskurða um dvalarleyfi. Hælisleitendur mega í mörgum löndum ekki vinna meðan umsókn þeirra er til meðhöndlunar. Heilbrigðisþjónusta er oft takmörkuð og bundin við neyðarþjónustu, bólusetningu og barnsburð. Fjárhagsaðstoð er einnig takmörkuð. Hælisleitendur geta verið flóttamenn.

Á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi vinnur Útlendingastofnun úr umsóknum hælisleitenda.

Langur meðferðartími umsókna hefur sætt gagnrýni á Íslandi en Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, ákvað að stytta tímann niður í 3 daga í kjölfarið.

Frá 2013 til 2017 áttfaldaðist kostnaður við hælisleitendur og var árið 2017 3,4 milljarðar króna. [1] Í könnun MMR frá 2017 meðal Íslendinga sagði um 25% of mikill fjöldi flóttafólks fá hæli, 45% sögðu fjöldann hæfilegan og 31 % sögðu of fáa fá hæli. Yngra fólk og konur voru líklegri til að segja að það væru of fáir. [2]

Útlendingastofnun - Alþjóðleg vernd

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Áttfaldur kostnaður við hælisleitendur Vb.is, skoðað 21. mars, 2019.
  2. Einungis 31% vilja fleiri flóttamenn Vb.is, skoðað 22. mars, 2019