Fara í innihald

Flugslysið við Þverárvatn 1981

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Flugslysið við Þverárvatn varð þann 27. maí 1981 þegar TF-ROM, fjögurra sæta einkaflugvél, brotlenti við Þverárvötn á Tvídægru sunnan við Holtavörðuheiði. Leit að flugvélinni stóð í um tvær vikur og var umfangsmesta leit að flugvél hérlendis alveg þangað til leitin af TF-ABB árið 2022. Fjórir voru um borð og létust allir samstundið við slysið.

RC-114, svipuð þeirri sem fórst.

Flugvélin í slysinu var af gerðinni Rockwell Commander 114, fjögurra sæta lágþekja með einum hreyfil að framan, skráningarnúmer hennar var TF-ROM og var í eigu margra flugmanna og skráð á eigendafélag TF-ROM. Flugvélin var smíðuð 1978 og því einungis þriggja ára þegar slysið varð. Hún kom til landsins í september 1979.

Slysið og björgunaraðgerðir

[breyta | breyta frumkóða]

Fjórir voru um borð í vélinni, flugmaður og þrír félagar hans sem hugðust fara frá Reykjavík til Akureyrar á fund JC-Hreyfingarinnar. Klukkan 19:21, miðvikudagskvöldið 27. maí 1981 fór vélin á loft frá Reykjavíkurflugvelli, áætlað var að fljúga sjónflug til Akureyrar og lenda þar í kringum 20:30.[1] Flugturn hafði síðast samband við vélina kl 19:29 í grennd við Akranes. Þegar flugvélin skilaði sér ekki á Akureyri á tilskyldum tíma var hafið leit af henni. Hundruðu manna leituðu að flugvélinni á landi ásamt tugi flugvéla sem leituðu bæði í kringum Holtavörðu- og Arnarvatnsheiði en einnig í Húnavatnssýslu, Skagafirði og á Tröllaskaga. Leitin var sú stærsta að týndri flugvél hérlendis alveg þangað til TF-ABB hvarf í febrúar 2022. Miðvikudagskvöldið 10. júní 1981 staðsetti TF-RÁN, þyrla Landhelgisgæslunnar, flakið við austurbakka vatns við Þverárvatn, sunnan við Holtavörðuheiði. Flugvélin gjöreyðilagðist og voru hlutir úr henni á dreifi en hún skall fyrst í jörðina um 100 metrum frá þar sem meginhluti vélarinnar fannst.

Skýrsla rannsóknarnefndar flugslysa segir að ekkert benti til þess að bilun hafi orðið í vélinni en hún var vel útbúin siglinga- og aðflugstækjum. Þegar rannsóknarmenn komu á slysstað var ljóst að slysið hefði orðið í vestlægri átt og því flugmaðurinn verið búin að snúa við en eitthvað var um þoku á svæðinu og flogið var í sjónflugi. Vélin lenti á jörðinni á miklum hraða og lækkunar hraða. Talið er að önnur hvor af tveimur ástæðum hafa orðið til þess að vélin lækka flugið svo hratt. Annað hvort að flugmaðurinn hafi reynt að lækka flugið til að komast í sjónflugs aðstæður eða hann hafi misst stjórn á flugvélinni í blindflugi. Nefndin taldi seinni kostin líklegri þar sem flugmaðurinn hafði ekki þjálfun né þekkingu við blindflugsskilyrði. Lokaorð nefndarinnar á orsök eða líklegri orsök voru að flugmaður með litla reynslu og flugþjálfun hafi reynt að fljúga sjónflug við blindflugsskilyrði.[2]

  1. Sigurður Bogi Sævarsson (5. febrúar 2022). „Leituðu að TF-ROM í tvær vikur árið 1981“. Morgunblaðið. Sótt 4. febrúar 2023.
  2. „Skýrsla um flugslys. TF-ROM“ (PDF). rnsa.is. Rannsóknarnefnd Flugslysa. Sótt 4. febrúar 2023.