Flugslysið í Mykinesi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Flugslysið í Mykinesi var flugslys sem varð 26. september 1970 er Fokker Friendship flugvél Flugfélags Íslands, TF-FIL, rakst á fjallið Knúkur á eyjunni Mykines, skömmu fyrir lendingu á Vágaflugvelli, og skall niður í hlíðar fjallsins með þeim afleiðingum að flugstjórinn, Bjarni Jensson, og 7 færeyskir farþegar fórust. 26 björguðust, sumir illa slasaðir. Vélin var í áætlunarflugi frá Kaupmannahöfn með millilendingu í Björgvin en veðuraðstæður voru slæmar í Færeyjum. Þrír færeyskir farþegar sem sluppu lítt meiddir gengu klukkutíma leið um óbyggt fjalllendi að Mykinesþorpi til að gera viðvart. Fóru þá flestir íbúar þorpsins á slysstað til að liðsinna slösuðum en björgunarþyrla komst ekki strax á vettvang vegna þoku.[1][2][3][4][5]


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]