Flokkur:Jól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Jól eru ein af trúarhátíðum kristinna manna og ein sú helsta á Norðurlöndunum. Hinn eiginlegi Jóladagur er 25. desember en víða stendur hátíðin yfir frá 24. desember til 5. janúar. Er kirkjuárið almennt talið frá aðventunni, aðfarardögum jóla.

Hátíðin er haldin í minningu fæðingar Jesú, sonar Maríu meyjar. Í kristinni trú er Jesús sonur Guðs (Drottins), Kristur (hinn smurði), Messías, sem spámennirnir sem getið er um í gamla testamenti Biblíunnar spáðu fyrir að myndi koma. Jól eru haldin um allan hinn kristna heim og víða annars staðar, jafnvel þar sem kristni er í miklum minnihluta.

Hátíðin er þó ekki á sama tíma alls staðar. Hjá mótmælendum og rómversk kaþólskum eru jól haldin á jóladag þann 25. desember. Þó byrjar sumstaðar bæði helgi dagsins klukkan 18 á aðfangadag jóla og einnig haldið upp á 26. desember, annan í jólum, Stefánsdag. Í austurkirkjunni eru jólin haldin um það bil hálfum mánuði síðar eða þann 6. janúar sem er eldri dagur fyrir þessa hátíð en 25. desember. Þeir sem miða við 25. desember halda aftur á móti upp á þann dag sem hinn þrettánda dag jóla.

Aðalgrein: Jól
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Undirflokkar

Þessi flokkur hefur eftirfarandi 3 undirflokka, af alls 3.

J