Fara í innihald

Jóladagatal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jóladagatal með jötu bak við dyrnar 24. desember og með ýmis konar táknum tengdum aðventu, jólum og kristnihaldi.

Jóladagatal er sérstakt dagatal sem notað er til að telja niður daga frá aðventu til jóla. Í kristni er sá siður á aðventu að sérstök kerti og dagatöl eru notuð til að merkja og fylgjast með tíma fram að jólum. Á aðventukertum eru merki sem sýna daga til jóla og kveikt er á kertunum daglega þar til þau brenna niður að næsta merki. Aðventudagatöl er með litlum dyrum sem eru opnaðar á hverjum degi og bak við hverja dyr er mynd. Fyrsti sunnudagur í aðventu er breytilegur eftir árum, hann er á tímabilinu 27. nóvember til 3 desember og því er algengt að jóladagatöl, sérstaklega þau sem ekki eru einnota byrji á 1. desember.

Jóladagatal sem sýnir Santa Kláus á ferð á sleða sínum.

Hefðbundin aðventudagatöl sýna jólajötuna og umhverfi hennar, jólasveininn Santa Kláus og vetrarveður. Flest jóladagatöl hafa 24 litlar pappírsglugga og er gjarna biblíumynd eða mynd tengd jólahaldi bak við hvern glugga. Jóladagatöl eru úr ýmis konar efni, þau eru oft úr pappír með pappírsflipum fyrir hvern dag en stundum úr vösum úr efni sem eru saumuð eða límd á bakgrunn eða úr máluðum viðarboxum þar sem geyma má í litla hluti. Mörg jóladagatöl eru eins og stórt rétthyrnt kort með gluggum, einum fyrir hvern dag. Oft eru dyr eða gluggar á jóladagatali númeruð í engri sérstakri röð og gluggar misstórir.

Norræn jóladagatöl í sjónvarpi og útvarpi[breyta | breyta frumkóða]

Á Norðurlöndum er hefð fyrir jóladagatali í útvarpi eða sjónvarpi, einum þætti fyrir hvern dag frá 1. til 24 desember. Útsending á slíkum þáttum hófst í sænsku útvarpi árið 1957 í þættinum Barnens adventskalender og fyrsta jóladagatalið sem birtist í sjónvarpi var birt í sænska sjónvarpsþættinum Titteliture árið 1960. Fyrsta jóladagatalið sem birtist í ljósvakamiðlum í Danmörku var Historier fra hele verden sem birtist 1962. Meðal norræna jóladagatala sem birst hafa í sjónvarpi eru norski þátturinn frá 1979 Jul i Skomakergata og íslenski sjónvarpsþátturinn frá 1990 Á baðkari til Betlehem.

Íslenskt jóladagatal miðað við íslenska jólasveina[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi er hefð fyrir að miða tímatal til jóla við ferðalag íslensku jólasveinanna til byggða og miða við að einn komi á hverjum degi og sá fyrsti 12. desember og síðan birtist einn á hverjum degi. Er þar miðað við röð og nöfn jólasveina eins og í jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum. Þjóðminjasafnið hefur árlega frá 12. desember til 23 desember kl. 11. skemmtun þar sem jólasveinn dagsins kemur. Það tíðkast einnig að ung börn setja skó út í glugga á þessum tíma og vænta smágjafa frá jólasveini dagsins.

Myndir af jóladagatölum[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]