Eldbjargarmessa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eldbjargarmessa er 7. janúar en þá skyldi slökkva jólaeldinn og síðustu jólaboðsgestir ríða frá garði. Sá dagur var einnig á 13. og 14. öld kallaður affaradagur jóla, og enn eldra heiti er eldsdagur jóla. Ekki eru til heimildir þess efnis að á íslendi hafi fólk gert sér dagamun þennann dag en aftur á móti eru ýmsir siðir honum tengdir í Noregi.

7. janúar gengur einnig undir heitinu Knútsdagur og er hann þá kenndur við Knút hertoga hinn danska, sem drepinn var með svikum þann dag árið 1131. Á morðstaðnum spratt fram lind, og var hann talinn helgur maður af alþýðu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.