Fara í innihald

Fljótsdalur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fljótsdalur.

Fljótsdalur er dalur á Fljótsdalshéraði á Austurlandi, kenndur við Lagarfljót, sem um hann rennur. Dalurinn er djúpur og breiður, veðursæll og snjóléttur.

Tveir af hæstu fossum landsins eru í dalnum, báðir yfir 100 m á hæð, Hengifoss í Hengifossá og Strútsfoss í Strútsá.

Dalurinn er víða vel gróinn en mun þó hafa verið grónari áður, fyrir Öskjugosið 1875. Víða eru þó birkiskógar og á síðustu árum hefur mikið verið gróðursett af lerki og furu og eru sumstaðar vaxnir upp allmiklir barrskógar.

  • „Náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs“. skoðuð 20. apríl 2011.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.