Fjallarauðviður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sequoiadendron giganteum
"Grizzly Giant" tréð Mariposa Grove, Yosemite National Park
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Undirætt: Sequoioideae
Ættkvísl: Sequoiadendron
Tegund:
S. giganteum

Tvínefni
Sequoiadendron giganteum
(Lindl.) J.Buchh.
Sequoiadendron giganteum levila.png
Barr og köngull.

Fjallarauðviður, risarauðviður eða mammúttré (og áður þekkt sem risafura)(fræðiheiti: Sequioadendron giganteum)er barrtré sem vex í fjalllendi Kaliforníu. Heimkynni þeirra eru í 1.000-2.000 metra hæð í vesturhlíðum Snjófjalla (Sierra Nevada). [2] Fjallarauðviður er verndaður innan þjóðskóga eða þjóðgarða. Það tekur þúsund ár eða meira að ná þeim gríðarlega sverleika sem þær eru þekktastar fyrir. Þær sverustu eru meira en 3000 ára gamlar.

Fjallarauðviður er stærsta tré í heimi. Stærsta eintakið heitir Sherman hershöfðingi og vex í Sequoia-þjóðgarðinum. Sherman er 83,8 m hár og ummál er 31,3 m við jörð. [3] Trén geta orðið allt að 95 metrar á hæð. [4]

Í Sequioa national park, Kaliforníu.

Tréð hefur verið þekkt lengi á íslensku sem risafura en það er ekki nákvæmt þar sem tréð er ekki af furuætt, heldur einisætt. Skyld tegund heitir strandrauðviður. [5] Eintök af tegundinni má finna víða í trjásöfnum í Evrópu.

Árið 1985 fékk Náttúrufræðistofnun Íslands til varðveislu sneið af fjallarauðvið sem ríkisstjórn Bandaríkjanna gaf íslensku þjóðinni á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974. Vegna húsnæðisvanda Náttúrufræðistofnunar var þjóðargjöfinni komið fyrir í Háskólabíói til bráðabirgða. Sneiðin er nú til sýnis í Perlunni.

Lítil reynsla er af tegundinni á Íslandi en ung eintök hafa lifað af veturinn og vaxa.

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

  1. Schmid, R. & Farjon, A. 2013. Sequoiadendron giganteum. In: IUCN 2013. IUCN Red List of Threatened Species. Version 2013.1. <www.iucnredlist.org>. Downloaded on 13 July 2013.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 22. október 2015.
  3. http://www.visindavefur.is/svar.php?id=676
  4. http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5443
  5. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 22. október 2015.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.