Yosemite-þjóðgarðurinn
Útlit
(Endurbeint frá Yosemite National Park)
Yosemite-þjóðgarðurinn (enska: Yosemite National Park) er þjóðgarður í Kaliforníu. Hann er meðal elstu þjóðgarða í heimi, stofnaður árið 1890, og er rúmir 3000 km2 að stærð. Klettaveggurinn El Capitan er meðal frægustu kennileita þar og sjötti og sjöundi hæsti foss í heiminum eru þar.[1]
Vaxtarsvæði risarauðviðar í Yosemite-dalnum í Kaliforníu var friðað árið 1864.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Yosemite-þjóðgarðinum.