Fingrafar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fingraför)
Fingrafar á pappírsblaði

Fingraför eru þau merki sem hryggir á fingrum skilja eftir sig. Lækkanir í húðþekju hvers fingurs mynda mynstur sem samanstendur af flóknum formgerðum svo sem bogum, hringjum og spírölum. Þegar maður snertir yfirborð er far skilið eftir sem líkist mynstrinu á tilteknum fingri. Þetta gerist vegna þess að á yfirborði húðarinnar er sviti og feiti sem fer af. Aldrei hafa eins fingraför frá tveimur mismunandi einstaklingum fundist.

Með fingrafari er oftast átt við það far sem fingurgómurinn skilur eftir sér, en svipað mynstur er líka að finna á neðri hluta fingursins og í lófanum. Auk þess hafa tær og fætur samsvarandi einstök mynstur. Fingrafar skilið eftir af þumlinum heitir þumalfar.

Fingraför eru helst notuð til að bera kennsl á fólk. Þannig notar lögreglan fingraför til að staðfesta veru grunaðs manns á vettvangi glæps. Fingraför eru líka notuð til að veita aðgang að kerfi, til dæmis til að opna hurðir eða til að skrá inn í tölvu eða opna snjallsíma. Frá 2009 hafa fingraför verið geymd í örflögu í vegabréfum aðildarríkja Evrópusambandsins.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.