Fara í innihald

Stacy Ferguson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fergie (söngkona))
Fergie
Fergie árið 2018
Fædd
Stacy Ann Ferguson

27. mars 1975 (1975-03-27) (49 ára)
Störf
  • Söngvari
  • rappari
  • lagahöfundur
  • leikari
Ár virk1984–í dag
MakiJosh Duhamel (g. 2009; sk. 2019)
Börn1
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Áður meðlimur í
Vefsíðafergie.com

Stacy Ann Ferguson (f. 27. mars 1975), betur þekkt undir sviðsnafninu Fergie, er bandarísk söngkona og lagasmiður, fatahönnuður og leikkona. Hún var meðlimur í sjónvarpsþættinum Kids Incorporated og í stelpnahópnum Wild Orchid. Ferguson var líka einn umsjónarmaður þáttanna Great Pretenders. Hún var söngkona í hipphopp/popp hljómsveitinni Black Eyed Peas, en hún er einnig sóló-söngkona og gaf út sína fyrstu plötuna sína, The Dutchess, árið 2006.

Fergie fæddist í Hacienda Heights í Kaliforníu og er dóttir Terri Jackson og Patrick Ferguson. Foreldrar hennar eru af mexíkóskum-, írskum-, skoskum- og indjánaættum. Stacy er dóttir trúaðra kaþólskra kennara og var alin upp í úthverfi með sterkum gildum rómanskra kaþólikka. Hún gekk í Mesa Robles-grunnskólann og Glen A. Wilson-menntaskólann. Hún lærði dans og byrjaði að tala inn á teiknimyndir og veitti Sally rödd sína í Peanuts teiknimyndunum. Á árunum 1984 til 1989 lék hún í sjónvarpsþættinum Kids Incorporated. Allan þann tíma var hún klappstýra, með góðar einkunnir (A í öllum fögum) og var meistari í stöfunarkeppnum en líka skáti.

Leiklistarferill

[breyta | breyta frumkóða]

Sem barnaleikkona var Stacy í sjónvarpsþættinum Kids Incorporated í nokkur ár með sjónvarpssystur sinni, Renee Sands, sem varð síðan meðlimur í Wild Orchid. Stacy var rödd Sally Brown í nokkrum Charlie Brown-myndum: It's Flashbeagle, Charlie Brown (1984) og Snoopy's Gettin Married, Charlie Brown (1985). Hún lék Ann í Married ... with Children (1994) og Nooner or Nothing.

Árið 2003 fékk Fergie gestahlutverk í Nickelodeon í sérstökum þætti sem hét Big Beach Break, hún lék poppstjörnu sem hét Shaffika. 2005 var hún ráðin í endurgerð kvikmyndarinnar John Carpenter's the Fog, hún hætti við á síðustu stundu og fékk Selma Blair hlutverkið. Stacy sneri aftur í leiklistina árið 2006 og lék söngkonu í endurgerð kvikmyndarinnar um Poseidon ævintýrið. Hún lék síðar í Grindhouse árið 2007.

Tónlistarferill

[breyta | breyta frumkóða]

1991–2001: Wild Orcid

[breyta | breyta frumkóða]

Fergie var meðlimur í stúlknatríóinu Wild Orchid og voru Stefanie Ridel og vinkona Fergie og Kids Incorporated, Renee Sandstrom einnig meðlimir. Wild Orchid gaf út tvær plötur en eftir að hafa lokið þeirri þriðju neitaði útgáfufyrirtækið að gefa hana út og yfirgaf Fergie hópinn stuttu eftir það.

Síðan 2003: Black Eyed Peas

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2003 var Black Eyed Peas að taka upp þriðju plötuna sína, Elephunk, þegar William Adams bauð Ferguson að koma og prófa að syngja fyrir lagið „Shut Up“. Hún fékk söng í laginu og tengdist meðlimum hljómsveitarinnar svo vel að hún tók upp fimm fleiri lög með þeim sem eru á plötunni.

Um vorið, rétt áður en Elephunk kom út, bauð Jimmy Iovine frá Interscope, Fergie að fylla upp í skarðið sem bakraddasöngkonan Kim Hill hafði skilið eftir þegar hún hætti í hljómsveitinni árið 2000. Þegar Adams (will.i.am) var beðinn um að safna félögum sínum saman, kallaði hann Fergie „líkama“ bandsins.

Eftir að hafa gefið út sólóplötu, gáfu Black Eyed Peas út lagið „Boom Boom Pow“ í mars 2009 og fór það í fyrsta sæti Billboard listans.

Síðan 2006: Sólóferill

[breyta | breyta frumkóða]
Fergie á MuchMusic verðlaununum árið 2007

Eftir tvær vinsælar plötur með Black Eyed Peas, byrjaði Fergie sólóferil. Hún tók upp tvö lög fyrir kvikmyndina Poseidon og söng hún lagið „Auld Lang Syne“ í myndinni.

Sólóplatan hennar, The Dutchess, kom út árið 2006. Nafnið er vitlaust stafað nafn Söruh Ferguson, hertogaynju (duchess) af York, sem Fergie deilir ættarnafni með. Platan er í svipuðum stíl og Black Eyed Peas og var will.i.am. einn framleiðanda plötunnar.

The Dutchess sem innihélt blöndu af popp- og R&B lögum gaf af sér sex mjög vinsælar smáskífur; „London Bridge“, „Fergalicious“, „Glamorous“, „Big Girls Don't Cry“, „Clumsy“ og „Finally“. „Big Girls Don't Cry“ var fyrsta lag Fergie sem náði vinsældum um allan heim og er eitt vinsælasta lag hennar til þessa.

Þann 18. nóvember 2007 vann Stacy Pop/Rock Uppáhalds Söngkonan á American Music Awards. Til viðbótar við það fékk lagið „Big Girls Don't Cry“ tilnefningu til Grammy verðlaunanna sem besta frammistaða söngkonu en Amy Winehouse vann verðlaunin. Í desember 2007 valdi Blender Ferguson sem konu ársins.

Árið 2008 í Idol Gives Back söng Fergie með Ann Wilson úr Heart. Þær tvær (með Nancy Wilson á gítar) sungu lagið „Barracuda“.

Lagið „Labels or Love“ var tekið upp fyrir Sex and the City kvikmyndina. Í viðtali við Entertainment Weekly sagði höfundurinn og leikstjórinn að „þetta er algjörlega nýtt lag með texta en það hefur Sex and the City lagið sem grunn — á sterum.“

Ferguson starfaði með japönsku söngkonunni Kumi Koda í laginu „That Ain't Cool“ og kom það út á smáskífu Kumi, Moon, sem kom út 11. júní 2008. Hún söng einnig dúett með Michael Jackson (rödd hennar var bætt inn í upptökur Jacksons frá árinu 1982) í laginu „Beat It 2008“.

Ferguson giftist leikaranum Josh Duhamel þann 10. janúar 2009. Þau byrjuðu saman í september 2004 þegar þau hittust þegar hún og bandið hennar komu fram í Las Vegas, þætti sem Duhamel lék í (þátturinn heitir Montecito Lancers og var sýndur 1. nóvember 2004).

Í apríl 2007 gaf hún viðtal og í því játaði hún að hún hafi stundað mikið kynlíf og notað mikið af eiturlyfjum þegar hún varð átján ára og sagði: „Ég átti lesbíska reynslu í fortíðinni. Ég vil ekki segja hvað ég hef sofið hjá mörgum mönnum — en ég er mikið fyrir það að stunda kynlíf“.[3]

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • The Dutchess (2006)
  • Double Dutchess (2017)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Fergie: Cheryl could turn any girl“. Independent.ie. 18. júní 2010. Sótt 22. nóvember 2021.
  2. „Fergie finally talks Hip-Hop!“. Blue and Soul. Afrit af upprunalegu geymt þann júní 11, 2011. Sótt 22. nóvember 2021.
  3. „Fergie: I was a lesbian“. The Mirror. 2. apríl 2007. Sótt 21. september 2017.