Fara í innihald

Femínistafélag Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Feministafélag Íslands)

Femínistafélag Íslands er íslensk félagasamtök femínista stofnað 14. mars 2003. Félagið berst fyrir jafnrétti kynjanna í víðum skilningi.

Birtingarmyndir ójafnréttis og mismununar eru að mati íslenskra femínista margar. Klámvæðing og kynbundið ofbeldi s.s. vændi, nauðganir og mansal. Staðalímyndir um s.k. kynjahlutverk karla og kvenna. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum. Lágt hlutfall kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum og í fjölmiðlum.

Starfsemi félagsins er skipt í 11 starfshópa. Hóparnir hittast mánaðarlega. Til forystu í hverjum þeirra er ráðskona eða ráðskarl.

  • Öryggisráð (Ofbeldisvarnarhópur)
Aðgerðir gegn vændi, mansali og nauðgunum. Starfar í samvinnu við Stígamót.
  • Staðalímyndahópur
Aðgerðir gegn neikvæðum ímyndum á opinberum vettvangi svo sem mótmæli gegn fegurðarsamkeppnum og birtingu athugasemda vegna auglýsinga.
  • Stjórnmálahópur
Þrýstihópur sem stuðlar að samvinnu við íslenska stjórnmálaflokka.
  • Fræðsluhópur
Hópur sem stuðlar að jákvæðri ímynd femínisma út á við og nýliðun innan félagsins.
  • Vefhópur (Útgáfuhópur)
Starfshópur vefs og útgáfu efnis fyrir félagið.
  • Atvinnu- og efnahagsmálahópur
Hópur sem sérhæfir sig í stöðu kvenna á vinnumarkaði.
  • Margbreytileikahópur
Hópur sem vinnur að því að gæta hagsmuna kvenna innan minnihlutahópa svo sem nýbúa, öryrkja og samkynhneigðra.
  • Menningarmálahópur
Hópur sem vinnur að eflingu þætti kvenna í list og menningu.
  • Karlahópur (femínisma- og karlahópur)
Hópur karla og kvenna, femínista, sem vinnur að því að fræða karla um femínisma.
  • Heilbrigðismálahópur
Óvirkur
  • Ungir femínistar]
Ungliðahreyfing félagsins.

Félagið heldur úti póstlista sem er opinn öllum og hægt er að nálgast hér Geymt 9 desember 2006 í Wayback Machine.