Fasti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fasti er stærð, sem er óbreytanleg eða óbreytt í því samhengi sem hún er skoðuð og er andstaða breytu. Fastar skipta miklu máli í stærðfræði og eðlisfræði.

Mikilvægir, torræðir stærðfræðilegir fastar eru t.d. og e.

Dæmi um fasta í eðlisfræði: Ljóshraðinn er fasti í öllum tregðukerfum, en sólarfastinn, sem segir til um styrk sólargeislunar á lofthúpi jarðar, er strangt tekið ekki fasti, nema þegar hann er mældur í skamman tíma miðað við sveiflur á styrk sólar. Ekki er vitað hvort heimsfastinn, sem segir til um hraða útþenslu alheims, sé ranverulegur fasti.

Fastafall er stærðfræðilegt fall, sem tekur fast gildi fyrir öll stök í formengi fallsins.

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.