Litla-Hraun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fangelsið Litla-Hrauni)
Litla-Hraun

Litla-Hraun er stærsta fangelsi Íslands. Það er staðsett rétt fyrir utan Eyrarbakka og samanstendur af níu byggingum sem eru allar innan öryggisgirðingar. Þar er einnig að finna íþróttaaðstöðu utanhúss.

Hús var byggt á Litla-Hrauni kringum 1920 og var það upphaflega byggt sem sjúkrahús. Hjón í sveitinni gáfu lóð undir spítala í Steinskotshrauni árið 1918, efnt var til fjársöfnunar og Guðjón Samúelsson teiknaði sjúkrahús með 20-30 rúmum. Framkvæmdin reyndist dýr og ekki tókst að fá styrki fyrir skuldum og til að opna spítalann. Spítalinn lenti í höndum Landsbanka Íslands og bankinn seldi húsið og lóðina til ríkissjóðs og þar var sett upp fangelsi (betrunarhús/ vinnuhæli) árið 1929.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.