Fara í innihald

Falur Harðarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Falur Harðarson (fæddur 1968 í Keflavík) er íslenskur körfuknattleiksmaður. Hann hóf ungur að æfa körfuknattleik og lék lengst af með Keflavík en lék einnig eitt ár með finnska liðinu ToPo Honka og einn vetur með KR. Hann lék einnig í fjögur ár í háskóla í Suður-Karólínu, Bandaríkjunum.

Falur lék 106 A-landsleiki á ferlinum, síðast árið 2000.

Falur var dæmdur í keppnisbann fyrir óprúðmannlega hegðun gagnvart dómara þegar hann sló bolta úr höndum hans í kappleik gegn ÍA og var rekinn úr húsí samstundis [1]

Eftir "farsælan" feril sem leikmaður tók Falur við þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík ásamt Guðjóni Skúlasyni (2004-2005) og leiddu þeir félagar liðið til sigurs í Íslandsmótinu.

Tölfræðiþáttur Met Leikur (úrslit) Dagsetning
Stig 45 Njarðvík - KR (100-88) 19.01.1995
Skot af velli hitt 17 Njarðvík - KR (100-88) 19.01.1995
Skot af velli reynd 26 Njarðvík - KR (100-88) 19.01.1995
Tveggja stiga skot hitt 12 Keflavík - Þór Ak. (106-85) 05.03.1998
Tveggja stiga skot reynd 16 Valur - Keflavík (79-91) 29.01.1989
Þriggja stiga skot hitt 7 UMFG - Keflavík (92-90) 01.12.2003
Þriggja stiga skot reynd 14 ÍA - KR (99-90) 02.02.1995
Vítaskot hitt 14 Keflavík - UMFN (92-91) 08.11.1990
Vítaskot reynd 15 Keflavík - UMFN (92-91) 08.11.1990
Sóknarfráköst 4 KR - Keflavík (84-82) 02.03.1995
Varnarfráköst 8 Keflavík - KR (114-103) 05.01.1995
Heildarfráköst 9 ÍR - KR (94-88) 15.12.1994
Stoðsendingar 13 Keflavík - ÍA (99-93) 18.01.1996
Stolnir boltar 9 Þór Ak. - KR (75-87) 16.10.1994
Tapaðir boltar 9 ÍR - KR (91-83) 06.10.1994
Varin skot 1 KFÍ - Keflavík (84-116) 16.11.2003
Mínútur 40 Keflavík - Tindastóll (100-94) 01.02.1998
  Þetta æviágrip sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Dagur - 243. tölublað - Blað 1 (23.12.1997) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 11. desember 2023.