Fabersþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fabersþinur
Abies fabri trunk.jpg
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. fabri

Tvínefni
Abies fabri
(Mast.) Craib
Samheiti

Keteleeria fabri Mast. (basionym)
Abies delavayi var. fabri (Mast.) D.R.Hunt

Fabersþinur (Abies fabri) barrtrjártegund sem er einlend í Sichuan í vestur Kína, þar sem hún kemur fyrir á hinu helga fjalli; Emei Shan (þaðan sem honum var fyrst lýst) og vestur til Gongga Shan fjallabálksins, og vex hann í 1500 til 4000 metra hæð.[2][3][4]

Þetta er tré sem verður að 40 metra hátt, með stofn að 1 metra í þvermál, og keilulaga til breið súlulag krónu. Sprotarnir eru gulbrúnir, hárlausir eða gishærðir. Barrið er nálarlaga, 1.5 til 3 sm langt og 2 til 2.5 mm breitt, gljáandi dökkgrænt að ofan, og með tvær hvítar loftaugarákir að neðan; blaðjaðrarnir eru lítið eitt upprúllaðir. Könglarnir eru sívalir, 5 til 11 sm langir og 3 til 4.5 sm breiðir með lítið eitt útstæðum hreisturblöðkum, dökk purpuralitir óþroskaðir, og verða purpurabláir við þroska.[2][4]

Það eru tvær undirtegundir:[2][3]

  • Abies fabri subsp. fabri. Mið og vestur Sichuan, á svæðum með miklum monsún rigningum.
  • Abies fabri subsp. minensis. Norðvestur Sichuan, með lítið eitt þurrara veðurfari.

Abies fabri er náskyldur Abies delavayi og Abies forrestii, sem taka við af honum í suðri og vestri í suðurhluta Sichuan og Yunnan, einnig Abies fargesii, sem tekur við af honum lengra norður í Gansu.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Xiang, Q. & Rushforth, K. (2013). "Abies fabri". The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42280A2969319. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42280A2969319.en. Retrieved 10 January 2018.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Rushforth, K. (1987). Conifers. Helm. ISBN 0-7470-2801-X.
  3. 3,0 3,1 Farjon, A. (1990). Pinaceae. Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific Books. ISBN 3-87429-298-3.
  4. 4,0 4,1 Flora of China: Abies fabri. Flora of China. Sótt March 7, 2010.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.