Fabersþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fabersþinur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. fabri

Tvínefni
Abies fabri
(Mast.) Craib
Samheiti

Keteleeria fabri Mast. (basionym)
Abies delavayi var. fabri (Mast.) D.R.Hunt

Fabersþinur (Abies fabri) barrtrjártegund sem er einlend í Sichuan í vestur Kína, þar sem hún kemur fyrir á hinu helga fjalli; Emei Shan (þaðan sem honum var fyrst lýst) og vestur til Gongga Shan fjallabálksins, og vex hann í 1500 til 4000 metra hæð.[2][3][4]

Þetta er tré sem verður að 40 metra hátt, með stofn að 1 metra í þvermál, og keilulaga til breið súlulag krónu. Sprotarnir eru gulbrúnir, hárlausir eða gishærðir. Barrið er nálarlaga, 1.5 til 3 sm langt og 2 til 2.5 mm breitt, gljáandi dökkgrænt að ofan, og með tvær hvítar loftaugarákir að neðan; blaðjaðrarnir eru lítið eitt upprúllaðir. Könglarnir eru sívalir, 5 til 11 sm langir og 3 til 4.5 sm breiðir með lítið eitt útstæðum hreisturblöðkum, dökk purpuralitir óþroskaðir, og verða purpurabláir við þroska.[2][4]

Það eru tvær undirtegundir:[2][3]

  • Abies fabri subsp. fabri. Mið og vestur Sichuan, á svæðum með miklum monsún rigningum.
  • Abies fabri subsp. minensis. Norðvestur Sichuan, með lítið eitt þurrara veðurfari.

Abies fabri er náskyldur Abies delavayi og Abies forrestii, sem taka við af honum í suðri og vestri í suðurhluta Sichuan og Yunnan, einnig Abies fargesii, sem tekur við af honum lengra norður í Gansu.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Xiang, Q. & Rushforth, K. (2013). "Abies fabri". The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42280A2969319. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42280A2969319.en. Retrieved 10 January 2018.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Rushforth, K. (1987). Conifers. Helm. ISBN 0-7470-2801-X.
  3. 3,0 3,1 Farjon, A. (1990). Pinaceae. Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific Books. ISBN 3-87429-298-3.
  4. 4,0 4,1 Flora of China: Abies fabri. Flora of China. Sótt 7. mars 2010.
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.