Félag leikmynda- og búningahöfunda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Félag leikmynda- og búningahöfunda er íslenskt félag sem var stofnað 18. maí 1994 í því skyni að vernda höfundaréttarhagsmuni leikmynda- og búningahöfunda í atvinnuleikhúsum, kvikmyndum og sjónvarpi og til að efla kynningu á verkum leikmynda- og búningahöfunda. Félagið er opið öllum sem eiga höfundarverk á vettvangi leikmynda- og búningahönnunar í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum.

Hlutverk félagsins er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna og hefur frá stofnun átt aðild að Myndstefi. Það á einnig fulltrúa í stjórn Bandalags íslenskra listamanna. Félagið var frumkvöðull að stofnun Leikminjasafns Íslands á vordögum 2003.