Fáni Kambódíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Fáni Kambódíu

Núverandi þjóðfáni Kambódíu var tekinn upp að nýju 1993 þegar konungsdæmið var endurreist eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Angkor Wat musterið

Allt frá miðri 19. öld hefur fáni Kambódíu haft í miðju mynd af Angkor Wat. Núgildandi fáni hefur bláa fleti að ofan og neðan og breiðari rauðann flöt á milli. Hlutföll litaflatanna eru 1:2:1. Hlutföll fánans eru 2:3. Það er sami fáni og var valinn við sjálfstæði landsins frá Frakklandi árið 1948. Hann var notaður (nema á hernámstímum Japana í seinni heimsstyrjöldinni) þangað til 9. október 1970 þegar Lon Nol lýsti yfir stofnun Khmer Lýðveldisins. Ríki Rauðu khmeranna, Lýðræðislega Kampútsea, á árunum 1975 til 1979 notaði rauðann fána með Angkor Wat í gulum lit. Alþýðulýðveldið Kampútsea hafði svipaðan fána nema þar hafði musterið fimm en ekki þrjá turna. Enn aðrir fánar voru notaðir 1989-1991 og 1992-1993 þegar landið var undir yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna, UNTAC. Árið 1993 var fáni konungsríkisins að nýju þjóðfáni landsins.

Fánasaga[breyta | breyta frumkóða]

Fáni Tímabil Notkun
Flag of Cambodia under French protection.svg 1863-1948 Fáni Kambódíu sem franskt yfirráðasvæði
Flag of Cambodia under Japanese occupation.svg 1942-1945 Fáni Kambódíu undir hernámi Japana
Flag of Cambodia.svg 1948-1970, 1993-nú Fáni Konungsríkisins Kambódía
Flag of the Khmer Republic.svg 1970-1975 Fáni Khmer lýðveldisins
Flag of Democratic Kampuchea.svg 1975-1979 Fáni Lýðræðislega Kampútsea
Flag of the People's Republic of Kampuchea.svg 1979-1989 Fáni Alþýðulýðveldisins Kampútsea
Flag of the State of Cambodia.svg 1989-1991 Fáni Ríkisins Kambódía
Flag of Cambodia under UNTAC.svg 1992-1993 Fáni Kambódíu undir yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna (UNTAC)