Fara í innihald

Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslensk heimspeki
Heimspeki 21. aldar
Nafn: Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir
Fædd/ur: 5. desember 1969 (1969-12-05) (55 ára)
Helstu ritverk: The Reality of Money: The Metaphysics of Financial Value, Frumgerðir og eftirmyndir
Helstu viðfangsefni: frumspeki, hugspeki, þekkingarfræði, femínísk heimspeki, hagnýtt siðfræði

Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir (f. 5. desember 1969 í Reykjavík á Íslandi) er íslenskur heimspekingur og prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.

Eyja Margrét lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1988. Hún lauk B.A. gráðu í heimspeki við Háskóla Íslands árið 1993, M.A. prófi í heimspeki frá Cornell University 1997 og doktorsgráðu frá sama skóla 2007. Doktorsritgerð Eyju er á sviði frumspeki og hugspeki og ber heitið Instances of Instantiation: Distinguishing Between Subjective and Objective Properties. Í henni er fjallað um flokkun eiginleika hluta sem annars vegar hlutlæga (sbr. lögun á teningi) og hins vegar huglæga (sbr. fyndni), og rök færð fyrir því að eiginleikar sem slíkir geti verið á rófi þar á milli, allt frá því að vera alfarið hlutlægir eiginleikar yfir í að vera alfarið huglægir eiginleikar.

Eyja Margrét fæst einkum við félagslega frumspeki, félagslega þekkingarfræði og femíníska heimspeki. Í starfi sínu hefur hún sinnt kennslu við heimspekideild, félagsvísindasvið og kennslusvið Háskóla Íslands. Hún hefur einnig starfað í ýmsum ritstjórnum, þar á meðal heimspekitímaritsins Hugur, tímarits Hugvísindastofnunar Ritið og Lærdómsrita Bókmenntafélagsins.[1]

  • The Reality of Money: The Metaphysics of Financial Value (London: Rowman & Littlefield International, 2018).
  • Frumgerðir og eftirmyndir (Reykjavík: Heimspekistofnun, 2019).
  • „Tvær ráðgátur um eiginleika“, Hugur (2004).
  • „Skilið á milli: huglægni án afstæðis“, Hugur (2008).
  • „Að skoða náttúru til að skoða náttúru“, Hugur (2011).
  • „Er heimspekin kvenfjandsamleg?“, Ritið (2013).
  • „Einstefna í báðar áttir: Eiginleikar Evþýfrons“, Hugsað með Platoni (2013).
  • „Peningar sem samfélagsfyrirbæri“, Hugsað með Vilhjálmi (2015).
  • „Manneðli, kveneðli, óeðli“, Hugur (2020).
  • „Hin ósnertanlegu : slaufunarmenning, forréttindi og útskúfun“, Tímarit Máls og menningar (2021).
  • „The COVID-19 Guidebook for Living in an Alternate Universe“, Responses to a Pandemic. Philosophical and Political Reflections (2022).
  • „Marriage, Money, and Women‘s Independence in the Modern Era“, The Palgrave Handbook of Philosophy and Money, vol. 2: Modern Thought (2024).
  • Thomas S. Kuhn, „Vísindabyltingar“, þýð. Kristján Arngrímsson (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2015)
  • Mary Wollstonecraft, „Til varnar réttindum konunnar“, þýð. Gísli Magnússon (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2016)
  • Lucius Annaeus Seneca, „Um mildina“, þýð. Haukur Sigurðsson (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2017)
  • Elísabet af Bæheimi, Damaris Cudworth Masham og Mary Astell, „Konur í heimspeki nýaldar. Bréfaskipti og brot úr verkum“, þýð. Þóra Björg Sigurðardóttir (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2017)
  • Simone de Beauvoir, „Pyrrhos og Kíneas“, þýð. Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2018)

Ritstjórn fagtímarita

[breyta | breyta frumkóða]
  • „Hugur“ (2009–2010)
  • „Ritið“ (2013–2015)
  • „NORA - Nordic Journal of Feminist and Gender Research“ (ásamt Brynju E. Halldórsdóttur og Irmu Erlingsdóttur) (2022–)
  1. „Hvað hefur vísindamaðurinn Eyja Margrét Brynjarsdóttir rannsakað?“. Vísindavefurinn. Sótt 7. ágúst 2024.