Eviatar Zerubavel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eviatar Zerubavel (fæddur 1948) er prófessor í félagsfræði við Rutgers-háskóla í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann er virtur og afkastamkill rithöfundur en hann hefur meðal annars skrifað um hugræna félagsfræði og félagsfræði tímans.

Zerubavel er fæddur í Ísrael árið 1948, hann lærði við háskólann í Tel Aviv en hann lauk doktorsprófi frá Pennsylvaníu-háskóla árið 1976. Hann kenndi við Columbia-háskóla og State University of New York en meirihluta starfsævinnar hefur Zerubavel kennt við Rutgers-háskóla. Árið 2003 var Zerubavel verðlaunaður Guggenheim Fellowship-verðlaunum.

Fyrstu verk Zerubavels sem vöku eftirtekt voru framlög hans til rannsóka á tíma, sérstaklega félagsfræði tímans. Bækur hans á þessu sviði voru Patterns of Time in Hospital Life (1979); Hidden Rhythms (1981); The Seven Day Circle (1985); og Time Maps (2003).

Seinna meir sneri hans sér einnig að hugrænni félagsfræði, þar bendir hann á hversu mikil áhrif samfélagið hefur á hugsanir okkar miklu fremur en mannlegt eðli. Hann bendir einnig á hversu mikil áhrif það hefur á hugsanir okkar hvaða þjóðfélagsghópi við tilheyrum, hann telur það móta okkur mun meira en mannlegt eðli. Samfélagið mótar hugsanir okkar fremur en mannlegt eðli og því er hugsun okkar er lærð.

Seinna snéri hann athygli sinni að því sem hann hefur nefnt vitsmunalega félagsfræði, þar sem bent er á hversu mikið samfélagið fremur en mannleg náttúra skapar sálarlíf okkar og hversu mikið sameiginlegir eiginleikar skipta þjóðfélagshópum upp vegna sameinlegrar hegðunar og hugsunarhátta. Verk hans á þessu sviði eru meðal annarra The Fine Line (1991); Terra Cognita (1992); Social Mindscapes (1997); og The Elephant in the Room (2006).

Zerubavel var í mörg ár yfirmaður útskriftarmála í Rutgers háskólanum og leiðbeinandi margra útskrifaðra nemenda. Hann varð mjög áhugasamur og akademískar vinnuhefðir og tímastjórnun við ritstörf. Bók hans The clockwork mouse(1999), hafði að geyma hagnýtar ráðleggingar, ætlaðar fyrir ritstörf, sérstaklega til að nota við tímastjórnun fyrir þá sem eru að ljúka við bókarskrif eða fræðiritgerðir. Bók hans er athyglisverð vegna raunverulegra dæma sem hans tekur úr daglega lífinu.

Hann er giftur Yael Zerubavel, fræðimanns í sögu Ísraels.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]