Fara í innihald

Vanessa Hudgens

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vanessa Hudgens
Vanessa Hudgens 2019
Vanessa Hudgens 2019
Upplýsingar
FæddVanessa Anne Hudgens
14. desember 1988 (1988-12-14) (36 ára)
Helstu hlutverk
Gabriella Montez í High School Musical 1, 2 og 3.

Vanessa Anne Hudgens (fædd 14. desember 1988) er bandarísk leik- og söngkona. Hún þreytti frumraun sína í Hollywood kvikmyndunum Thirteen og Thunderbirds, áður en hún varð fræg árið 2006 eftir að hafa leikið Gabriellu Montez í High School Musical-myndunum. Við tökur á myndunum kynntist Vanessa lífsförunauti sínum, Zac Efron en heyrst hafa sögusagnir um að þau séu trúlofuð.[1] Vanessa hóf söngferil og gaf út fyrstu sólóplötuna sína, V, árið 2006. Önnur plata hennar, Identified, var gefin út 1. júlí 2008. Hún er andlit vörumerkjanna Neutrogena, Sears og Eckō.

Vanessa fæddist í Salinas, Kaliforníu, og er dóttir Ginu (upprunalega Guangco) og Greg Hudgens. Hún á systur, Stellu Theodoru Hudgens (fædd 13. nóvember 1995 í San Diego). Faðir Vanessu er af bandarískum og írskum ættum, en móðir hennar, sem ólst upp í Manila, er af filipseyskum, spænskum og kínverskum ættum. Hudgens var kennt heima eftir sjöunda bekk í Orange Conty School of Arts.

Þegar Vanessa var 8 ára, kom hún fram sem söngvar í leikhúsi í bæjaruppsetningu af Carousel, Galdrakarlinum frá Oz, The King and I, Music Man og Öskubusku á meðal annarra. Hún fékk fyrsta verkefnið sitt þegar vinir hennar gátu ekki farið í áheyrnarprufur fyrir auglýsingu og spurðu Vanessu hvort hún vildi fara.

  1. „Zac Efron and Vanessa Hudgens got engaged?“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. apríl 2012. Sótt 6. júní 2011.


  Þessi leikaragrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.