Fara í innihald

Emma Watson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Emma Watson
Emma Watson (2017).
Emma Watson (2017).
Upplýsingar
FæddEmma Charlotte Duerre Watson
15. apríl 1990 (1990-04-15) (34 ára)
Helstu hlutverk
Hermione Granger í Harry Potter

Emma Charlotte Duerre Watson (fædd 15. apríl 1990) er bresk leikkona sem best er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Hermione Granger í kvikmyndunum um Harry Potter.

Emma er hið eldra af tveimur börnum Chris og Jacqueline Watson, sem bæði eru lögfræðingar, en þau eru nú skilin. Emma á yngri bróður sem heitir Alex. Sem ung stelpa gekk hún í Dragon School, undirbúningsskóla í Oxford. Árið 2003 var hún komin í Headington School, stúlknaskóla sem einnig er staðsettur í Oxford.

Áður en Emma fór að leika í Harry Potter-myndunum hafði hún litla reynslu af leiklist, en sú reynsla sem hún hafði samanstóð einungis af aðalhlutverkum í skólaleikritum, meðal annars í Arthur: The Young Years og The Happy Prince. Af öðru skólatengdu sem hún tók þátt í má nefna Daisy Pratt-ljóðakeppnina, þar sem hún vann fyrstu verðlaun fyrir hennar árgang sjö ára gömul.

Emma Watson

Emma var valin til að leika Hermione Granger tíu ára gömul og var ellefu ára árið 2001 þegar fyrsta mynd hennar, Harry Potter og viskusteinninn, kom út. Síðan hefur hún leikið í öllum framhaldsmyndunum: Leyniklefanum (2002), Fanganum frá Azkaban (2003),Eldbikarnum (2004)., Fönixreglunni(2006) og Blendingsprinsinum (2008).

Aðdáendur Harry Potter-bókanna hafa tjáð skiptar skoðanir um túlkun Emmu á Hermione: sumir telja hana smellpassa í hlutverkið; aðrir telja að hún nái ekki að sýna veikleika Hermione og segja að hún sé „of snoppufríð“ fyrir hlutverkið — nokkuð sem sumir kvikmyndagagnrýnendur taka undir — en í bókunum er Hermione lýst sem „plain“, þ.e. hvorki „fallegri“ né „ljótri“. Eitthvað er kvartað um að hún leggi of mikla áherslu á setningar sínar og hreyfi augabrúnirnar í sífellu. Persónuleiki Hermione hefur hins vegar breyst lítillega í meðför leikstjóranna en sumir aðdáendur sagnanna kvarta yfir þeim breytingum sem það veldur í samskiptum aðalpersónanna þriggja.

Fimmtán ára gömul varð Emma yngsta leikkonan til að komast á forsíðu tímaritsins Teen Vogue.

Tilnefnd:

  • Besta unga leikkona: Broadcast Film Critics Association Awards, 2005
  • Besti leikur unglings: Phoenix Film Critics Society, 2002
  • Besti hópur í kvikmynd í fullri lengd: Young Artists Awards, 2002
  • Framúrskarandi leikkona í aukahlutverki: American Moviegoer Awards, 2002
  • Saturn-verðlaunin: fyrir Harry Potter og viskusteininn
  • Empire-verðlaunin: fyrir Harry Potter og viskusteininn

Vann:

  • Besta kvenkvikmyndastjarnan (Silfur): Otto Awards, 2003
  • Leading Young Actress Feature Film: Young Artists Awards, mars 2002
  • Best Female Child Artist: Phoenix Film Critics Society, fyrir Harry Potter og leyniklefann
  • Besti hópur í kvikmynd í fullri lengd: Young Artist Awards, fyrir Harry Potter og viskusteininn
  • Besti leikur í kvikmynd í fullri lengd: Young Artist Awards, fyrir Harry Potter og viskusteininn
  • Total Film Magazine "Child Performance of the Year", 2004
Ár Kvikmynd Hlutverk
2011 Harry Potter og dauðadjásnin partur 2 Hermione Granger
2010 Harry Potter og dauðadjásnin partur 1 Hermione Granger
2009 Harry Potter og blendingsprinsinn Hermione Granger
2007 Harry Potter og Fönixreglan Hermione Granger
2005 Harry Potter og eldbikarinn Hermione Granger
2004 Harry Potter og fanginn frá Azkaban Hermione Granger
2002 Harry Potter og leyniklefinn Hermione Granger
2001 Harry Potter og viskusteinninn Hermione Granger


Beuty and the beast (2017) Belle

Fyrirmynd greinarinnar var „Emma Watson“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. apríl 2006.