Fara í innihald

Emerson, Lake & Palmer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Emerson, Lake & Palmer
Keith Emerson, Greg Lake, og Carl Palmer við áritun platna í Toronto, Kanada, febrúar 1978.
Keith Emerson, Greg Lake, og Carl Palmer við áritun platna í Toronto, Kanada, febrúar 1978.
Upplýsingar
FæðingEmerson, Lake & Palmer
UppruniEngland
Ár1970–1979
1991–1998
2010
StefnurProgressive rock, symphonic rock, art rock
ÚtgefandiManticore, Atlantic, Cotillion, Island, Sanctuary, Rhino, Shout! Factory, Victor, Sony Music, Orizzonte, Razor & Tie, Victory, Eagle
Samvinna3, Asia, Emerson, Lake & Powell, Peter Sinfield
Fyrri meðlimirKeith Emerson
Greg Lake
Carl Palmer
Einkennismerkið: ELP

Emerson, Lake & Palmer (skammstafað ELP) er bresk hljómsveit stofnuð 1970 af þeim Keith Emerson (hljómborð), Greg Lake (gítar og bassi) og Carl Palmer (trommur).

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1969 höfðu Keith Emerson og Greg Lake spilað saman á tónleikum en Emerson var þá með hljómsveitinni The Nice og Lake með King Crimson. Þeir ræddu samstarf en það eina sem vantaði var trommari og þeir leituðu meðal annars til Mitch Mitchell sem var í Jimi Hendrix Experience. Þeir réðu að lokum Carl Palmer. Lokaniðurstaðan tríóið ELP.

Á fjórum árum gáfu þeir út sex fyrstu plötur sínar og var aðalsmellurinn af þeim „Lucky Man“ sem kom út á þeirra fyrstu plötu: Emerson, Lake and Palmer. Stuttu eftir að sú plata kom út spiluðu þeir á Wighteyjuhátíðinni 1970. Árið 1971 kom út platan Tarkus en var þar að finna tónverkið Tarkus sem var rúmar tuttugu mínútur. Sama ár gáfu þeir út mest seldu plötuna sína hingað til Pictures at an Exhibition sem var tekin upp á tónleikum í Newcastle en þar endurgerðu þeir verk eftir Modest Mussorgsky og samdi Lake textann við það. Á þessu tímaskeiði voru þeir byrjaðir að spila progressive rock og symphonic rock.

Árið 1972 gáfu þeir út plötuna Trilogy en sú plata sló vel í gegn og náði hún Pictures at an Exhibition í sölu og varð mest selda platan þeirra og er hún það enn í dag og er það aðallega vegna lagsins „From the Beginning“. Árið eftir fengu þeir samning hjá plötufyrirtækinu Manticore Records og gáfu þeir út plötuna Brain Salad Surgery og er það þekktasta plata þeirra. H.R. Giger hannaði myndina utan á plötunni en ELP fengu einnig hjálp frá Peter Sinfield sem hafði unnið með King Crimson og samdi hann nokkra texta á plötunni. Árið 1974 spilaði ELP á California Jam tónleikunum ásamt t.d. Deep Purple og fleirum en upptakan með þeim var sýnd í beinni útsendingu um öll Bandaríkin og er þetta talið vera stórt skref ELP vestra. Emerson kveikti eitt sinn í 4 milljóna flygli á sviði og kláraði síðan sóló á meðan hann brann.

Næstu þrjú árin gaf ELP ekki út neina plötur en spilaði m.a. á tónleikum með sinfóníuhljómsveitum. Árið 1977 gáfu þeir út tvískipta plötu sem nefndist Works, Vol. 1 og Vol. 2. Loks gáfu þeir út plötu árið 1978 sem ber heitið Love Beach en var það síðasta platan sem þeir gáfu út áður en þeir fóru í pásu frá 1979 til 1992.

Árið 1985 byrjuðu Keith og Greg á nýrri ELP og höfðu þeir Cozy Powell sem trommara því að Carl Palmer neitaði að byrja aftur en hljómsveitin sú; Emerson, Lake and Powell varði aðeins í eitt ár en þá fóru Lake og Emerson í hljómsveitina 3 með Robert Berry en sú hljómsveit náði litlum vinsældum. Árið 1992 féllust allir meðlimir á endurkomu og gáfu þeir út plötuna Black Moon. Síðan kom út In the Hot Seat árið 1994. ELP kom fram á tónleikum til ársins 1998. Raunar komu þeir saman einu sinni enn árið 2010 á High Voltage tónleikahátíðinni á Englandi til að fagna 40 ára afmæli sveitarinnar. [1]

Árið 2016 fannst Emerson látinn af völdum byssuskots. Atvikið er rannsakað sem sjálfsmorð.[2] Greg Lake lést síðar á sama ári úr krabbameini. [3]

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Emerson, Lake and Palmer - Biography Allmusic. Skoðað 12. mars, 2016
  2. KEITH EMERSON's Death Investigated As Suicide Blabbermouth. Skoðað 12. mars, 2016.
  3. http://www.ruv.is/frett/greg-lake-latinn Greg Lake látinn ] Rúv. Skoðað 8. des. 2016.