King Crimson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Robert Fripp árið 1974.

King Crimson er ensk hljómsveit sem spilar tilraunakennt og framsækið rokk. Sveitin var stofnuð árið 1968 og hefur gítarleikarinn Robert Fripp farið fyrir henni og hafa ýmsar mannabreytingar verið á sveitinni utan Fripps. King Crimson hefur verið starfrækt með hléum.

Sveitin hefur blandað meðal annars jazzi, klassík, þjóðlagatónlist við rokk og notast við ýmis hljóðfæri eins og: Saxófón, fiðlu, mellotron hljómborð, flautu, ýmis konar ásláttarhljóðfæri og hljóðgervil.

Þekktasta verk þeirra er fyrsta plata þeirra: In the Court of the Crimson King.

Alls hefur á þriðja tug manna skipað King Crimson og fjölmargir að auki komið við sögu á plötum sveitarinnar, helst má nefna: Greg Lake, Keith Tippett, Jon Anderson, Mel Collins, Boz Burrell, Bill Bruford, John Wetton, David Cross, Jamie Muir, Tony Levin og Adrian Belew. [1]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • In the Court of the Crimson King (1969)
  • In the Wake of Poseidon (1970)
  • Lizard (1970)
  • Islands (1971)
  • Larks' Tongues in Aspic (1973)
  • Starless and Bible Black (1974)
  • Red (1974)
  • Discipline (1981)
  • Beat (1982)
  • Three of a Perfect Pair (1984)
  • THRAK (1995)
  • The ConstruKction of Light (2000)
  • The Power to Believe (2003)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fræg fyrir framúrstefnu Mbl.is. Skoðað 1. maí, 2016.