Eldhús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestrænt nútímaeldhús.

Eldhús er herbergi sem notað er til að elda og undirbúa mat. Í mörgum eldhúsum er einnig framreiddur matur og hann snæddur við borð. Ef eldhúsið er hluti af stærra herbergi, sem notað er í annað, þá nefnist það eldhúskrókur.

Á Vesturlöndum er yfirleitt ofn, t.d örbylgjuofn í eldhúsum sem og ísskápur (og stundum einnig frystir). Þar er líka vaskur með heitu og köldu vatni til að nota við eldamennskuna og til að vaska upp, þó oft sé uppþvottavél í nútímaeldhúsi. Í eldhúsum eru oft skáparaðir til að geyma mat og leirtau. Eldhús eru oft samkomustaður fjölskyldunnar og vina, jafnvel þó ekki sé verið að matbúa sérstaklega.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.