Ísskápur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Breskur ísskápur.

Ísskápur eða kæliskápur er tæki sem kælir innihald sitt. Hann er með vélbúnað sem flytur hita innan úr tækinu út í umhverfið. Algengast er að nota ísskápa til að kæla mat sem hættir til að skemmast nema vöxtur gerlanna sé bældur með kælingu. Ísskápar eru algeng heimilistæki. Algengt hitastig í ísskáp er á bilinu 5-10 °C en hitastillingin getur verið háð bæði menningarsvæði og óskum einstakra notenda. Margir ísskápar eru búnir frystihólfi eða sambyggðum frystiskáp til að frysta matvæli.


  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.