Fara í innihald

Einmana Örn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Einmana örn (f. L'Aigle solitaire) eftir Jean-Michel Charlier og Jean Giraud er þriðja bókin í bókaflokknum um Blástakk liðsforingja. Sagan kom út í bókarformi árið 1967 og hefur ekki komið út á íslensku.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Bókin tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í næstu bók á undan, Þrumur í vestri. Flokkur riddaraliða finnur Blástakk og son Stantons örmagna eftir margra daga flótta frá Mexíkó og fylgja þeim til Witmann-virkis. Blástakkur vill ólmur ná fundi Crook hershöfðingja í Bowie-virki og er falið að fylgja vagnalest með leynilega vopnasendingu þangað í fylgd nokkurra riddara og apasa-spæjara að nafni Kvana. Í bænum Pecos er vörður við vagnana myrtur í skjóli nætur og Blástakkur ákveður að fara fáfarnari og lengri leið til virkisins af ótta við fyrirsát indíána, en hann grunar Kvana um græsku.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.