Jean Giraud

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Giraud árið 2008

Jean Henri Gaston Giraud (8. maí 193810. mars 2012), einnig þekktur undir höfundarnöfnunum Mœbius og Gir, var franskur myndasöguhöfudur. Hann varð fyrst þekktur fyrir myndasögurnar um Blástakk (Blueberry) sem hann samdi ásamt belgíska rithöfundinum Jean-Michel Charlier. Eftir tíu ára útgáfuhlé náði hann aftur vinsældum fyrir vísindaskáldsögur undir nafninu Mœbius í stíl sem var talsvert ólíkur fyrri verkum hans. Hann samdi þá meðal annars Arzach og L'Incal í samstarfi við Alejandro Jodorowsky. Nokkrar af myndasögum Giraud í vísindaskáldsögustíl hafa komið út á íslensku á vegum Frosks útgáfu, þar með talið L'Incal og Le Monde d'Edena.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.