Egilsstaðaflugvöllur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Egilsstaðaflugvöllur
IATA: EGSICAO: BIEG
Yfirlit
Gerð flugvallar Almennur
Eigandi Íslenska ríkið
Þjónar Egilsstöðum
Staðsetning Egilsstaðir
Hæð yfir sjávarmáli 23 m / 76 fet
Hnit 65°17′00.00″N 014°24′05.00″V / 65.2833333°N 14.4013889°A / 65.2833333; 14.4013889
Flugbrautir
Stefna Lengd Yfirborð
m fet
03/21 2.000 6.562 Malbik
Tölfræði (2008)
Flughreyfingar 4.594
Farþegar 120.223
Vöru- og póstflutningar 375,3 tonn
Tölfræði: Flugstoðir - Flugtölur 2008[1]
Flugstöð Egilsstaðaflugvallar árið 2018

Egilsstaðaflugvöllur (IATA: EGSICAO: BIEG) er einnar brautar flugvöllur staðsettur á Egilsstöðum á Íslandi. Icelandair flýgur þaðan til Reykjavíkur daglega. Frá og með maí 2023 ætlar flugfélagið Condor að vera með áætlunarflug til Frankfurt frá flugvellinum. [2]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Upprunnulega var lögð malarbraut á nesinu milli Egilsstaða og Fellabæjar árið 1951 og komið fyrir brautarljósum árið 1954. Á árunum 1963 til 1968 var byggð flugstöð norðanmegin við flugbrautina. Flugstöðin var stækkuð á árunum 1987 til 1999. Árið 1993 var stóráfangi þegar ný flugbraut með bundnu slitlagi var vígð hinumegin við flugstöðina. Nýr komusalur var opnaður 2007. Frá 1970 til 1971 var flugfélagið Austurflug með farþegaflug og póstflug sem var gert út frá Egilsstaðaflugvelli. Flugfélag Austurlands stundaði áætlunar-, leigu- og sjúkraflug á árunum 1972-1997 og voru með höfuðstöðvar á Egilsstaðaflugvelli. Sumarið 2016 var Flugfélagið Discover The World með áætlunarflug milli Egilsstaða og London.Geymt 2015-12-11 í Wayback Machine.

Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]

Sjá heimild Wikidata fyrirspurn og heimildir.

Flugfélög og áfangastaðir þeirra[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]