Edmond Albius

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Edmond Albius, um 1863

Edmond Albius (18299. ágúst 1880) er þekktur fyrir að hann fann upp tækni til að handfrjóvga vanillu á auðveldan hátt. Edmond var tólf ára þegar hann fann þessa aðferð og var þræll á eyjunni Réunion. Þessi aðferð gerði kleift að rækta vanillu annars staðar en í Mexíkó.

Árið 1841 uppgötvaði Edmond Albius hvernig mætti handfrjóvga vanilluorkídeu með þunnri spýtu eða graslaufi og með að nota þumal. Aðferð hans er enn þá notuð og eru núna næstum allar vanilluorkídeur handfrjóvgaðar. Þessi uppgötvun varð til þess að Réunion varð á þeim tíma stærsti framleiðandi vanillu. Franskir nýlenduherrar hófu svo vanilluræktun með þessari tækni á Madagaskar og er þar nú stærsti framleiðandi vanillu. Frakkland afnám þrælahald í nýlendum sínum árið 1848 og þá fór Admond Albius frá plantekrunni til St. Denis og þar vann hann í eldhúsi. Hann var sakfelldur fyrir að stela skartgripum og dæmdur í tíu ára fangelsi en náðaður af ríkisstjóranum vegna framlags síns varðandi vanillurækt á Réunion. Edmond Albuis dó í örbirgð árið 1880 í St. Suzanne.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.