Fara í innihald

Edith Wilson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Edith Wilson
Forsetafrú Bandaríkjanna
Í embætti
18. desember 1915 – 4. mars 1921
ForsetiWoodrow Wilson
ForveriMargaret Wilson (starfandi)
EftirmaðurFlorence Harding
Persónulegar upplýsingar
Fædd15. október 1872
Wytheville, Virginíu, Bandaríkjunum
Látin28. desember 1961 (89 ára) Washington, D. C., Bandaríkjunum
MakiNorman Galt (g. 1896; d. 1908)
Woodrow Wilson (g. 1915; d. 1924)
Börn1
Undirskrift

Edith Wilson (fædd undir nafninu Edith Bolling; 15. október 1872 – 28. desember 1961) var önnur eiginkona Woodrows Wilson Bandaríkjaforseta og þar með forsetafrú Bandaríkjanna frá 1915 til 1921. Hún giftist Wilson í desember árið 1915, á fyrsta kjörtímabili hans sem forseti. Þetta var annað hjónaband þeirra beggja: Woodrow var ekkill og Edith var ekkja. Hún hafði áður verið gift skartgripasalanum Norman Galt frá 1896 til 1908.

Líkt og Woodrow kom Edith frá suðurríkjum Bandaríkjanna. Fjölskylda hennar var ein af elstu plantekruættunum í Virginíu og Edith gat rakið ættir sínar til Indíanaprinsessunnar Pókahontas.[1]

Wilson forseti fékk alvarlegt heilablóðfall í október árið 1919. Edith Wilson byrjaði þá að taka fyrir öll ríkismálefni sem bárust forsetanum og ákvað hver þeirra væri nógu mikilvæg til að láta ganga áfram til rúmliggjandi eiginmanns síns. Í reynd gerðist Edith Wilson nokkurs konar leynilegur handhafi forsetavaldsins það sem eftir var af kjörtímabili Woodrows, til marsmánuðar ársins 1921.[2][3] Í endurminningum sínum, sem komu út árið 1939, hélt Edith því fram að hún hefði gerst „ráðskona forsetans“ samkvæmt ráði lækna hans til þess að honum batnaði fyrr.[4]

Sagt hefur verið bæði í gríni og alvöru að Edith Wilson hafi verið „fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna“.[3] Bandarískar konur voru enn ekki komnar með kosningarétt þegar Woodrow Wilson fékk heilablóðfallið en þær fengu kosningaréttinn undir lok forsetatíðar hans. Edith sjálf var ekki hrifin af starfsemi súffragettanna og hæddist að baráttu þeirra fyrir kosningarétti.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hatch, Alden. Edith Bolling Wilson. New York: Dodd, Mead, 1961, bls. 42.
  2. „Erlend yfirsýn“. Helgarpósturinn. 5. mars 1987. Sótt 10. desember 2018. „Hugsi Nancy sér að leika sama leik og Edith Wilson hélt uppi fyrir hartnær sjötíu árum, verður það ekki auðvelt. Eftir að Woodrow Wilson forseti fékk heilablóðfall haustið 1919, fram til þess að hann lét af embætti þrem misserum síðar 1921, fór forsetafrúin að verulegu leyti með stjórn ríkisins og kom í veg fyrir að úrskurðað væri um starfshæfni manns síns. Þetta tókst Edith í skjóli áhrifamikilla bandamanna og meiri hlédrægni fjölmiðla en nú tíðkast.“
  3. 3,0 3,1 „Síðustu dagar Wilsons forseta Bandaríkjanna“. Morgunblaðið. 27. september 1964. Sótt 10. desember 2018.
  4. Wilson, Edith Bolling Galt. My Memoir. New York: The Bobbs-Merrill Company, 1939, bls. 65.
  5. Pierrick Geais, « Le pouvoir en mariage. Edith Wilson, la première femme à avoir dirigé les États-Unis », vanityfair.fr, 19. október 2016.