Ed Gein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Edward Theodore Gein (27. ágúst 190626. júlí 1984) var bandarískur raðmorðingi. Þrátt fyrir að einungis hafi tekist að sanna tvö morð á hann, öðlaðist hann mikla athygli vegna náriðilsháttar síns, en hann húðfletti einnig fórnarlömb sín og uppgrafin lík, skreytti heimili sitt með náum og sneið sér föt og áklæði úr húð fórnarlamba sinna. Auk dularfulls dauða bróður hans árið 1944, hurfu sex manneskjur frá Wisconsin bæjunum La Crosse og Plainfield frá árunum 1947 til 1957.

26. júlí 1984 lést Ed Gain úr hjartabilun á Geðsjúkrahúsi í Madison, Wisconsin. Grafreitur hans í Plainfield kirkjugarðinum varð fyrir sífelldum skemmdarverkum í áranna rás og stunduðu safnarar það að höggva hluta úr legsteini hans. Meirihluta legsteinsins var svo stolið árið 2000. Legsteinninn fannst aftur í júní 2001 nálægt Seattle og er um þessar mundir til sýnis á safni í Wautoma, Wisconsin.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.