Fara í innihald

Eðjustökkull

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eðjustökkull
Eðjustökklar í Gambíu
Eðjustökklar í Gambíu
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Gobiidae
Undirætt: Oxudercinae
Ættkvísl: Periophthalmus
Tegund:
P. barbarus

Tvínefni
Periophthalmus barbarus
(Linnaeus, 1766)
Samheiti
  • Gobius barbarus Linnaeus, 1766
  • Gobius koelreuteri Pallas, 1770
  • Periophtalmus koelreuteri (Pallas, 1770)
  • Periophthalmus koelreuteri (Pallas, 1770)
  • Periophthalmus papilio Bloch & Schneider, 1801
  • Periophthalmus koelreuteri papilio Bloch & Schneider, 1801
  • Periophthalmus gabonicus Duméril, 1861
  • Periophthalmus erythronemus Guichenot, 1858

Eðjustökkull (eða leðjuvamli) (fræðiheiti: Periophthalmus barburus) er láðs- og lagarfiskur af kýtlingaætt. Eðjustökkullinn er aðallega að finna í fenjaskógum Afríku og Asíu. Hann heldur sig til þar sem gætir flóðs og fjöru og þegar örfiri er gengur hann á land og nærist á smádýrum. Hann notast þá við eyruggana til að ýta sér áfram og hefur vatn með sér sem hann geymir í húðpokum undir tálknunum. Hann neyðist svo til að skipta því út reglulega, en getur þess á milli valsað um í rakri leðjunni eins og hann væri landdýr.

  1. Diouf, K.; Bousso, T.; Lalèyè, P.; Moelants, T. (2020). Periophthalmus barbarus. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2020: e.T182285A21913503. doi:10.2305/IUCN.UK.2020-2.RLTS.T182285A21913503.en. Sótt 20. nóvember 2021.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.