Dryas integrifolia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dryas integrifolia

Ástand stofns

Öruggt (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Ættkvísl: Dryas
Tegund:
D. integrifolia

Tvínefni
Dryas integrifolia
Vahl
Útbreiðsla Dryas integrifolia.
Útbreiðsla Dryas integrifolia.

Karralauf eða Dryas integrifolia er tegund blómstrandi plantna í Rósaætt.[1][2] Hún vex í norðurhluta norður Ameríku, þar sem hún er frá Alaska yfir Kanada til Grænlands.[1][2] Þetta er algeng tegund á heimskautasvæðum og er líklega algengasta blómstrandi plantan á sumum heimskautaeyjum Kanada.[2] Það líkist mjög íslenska ættingja sínum Holtasóley nema að það er með mjórri og heilrend blöð.

Þessi tegund er runni, oftast dvergrunni. Hann er í jarðlægum breiðum allt að 10[1] til 17[2] sentimetra háum, stönglarnir greinast lárétt eftir jörðinni. Blöðin eru á stuttum stilkum þakin löngum, silki eða ullarkenndum hárum. Blöðin eru striklaga til lensulaga, heilrend, um 2.2 sm löng. Blöðin eru með slétt efra borð og eru þétthærð að neðan. Blómstöngullinn er blaðlaus e n þakinn löngum ullarlegum hárum. Hann er með eitt blóm með allt að 11 krónublöðum sem eru yfirleitt hvít en geta verið í ýmsum blæbrigðum yfir í gult eða rjómalituð. Í miðjunni eru margir fræflar með með gulum frjóhnöppum. Frævurnar eru fyrst smáar, en stækka eftir því sem fræið þroskast, og verður að 2.5 sentimetra löng og skrýðist hala af löngum, dúnkenndum hárum.[2] Þessir halar flækjast saman og klumpar af fræjum falla frá plöntunni og dreifast með vindi.[3]

Sumar plönturnar eru með svonefnt heliotropism, það er; þær færast til eftir sólarstöðu. Aðrar vaxa í átt að stöðu sólar á hádegi.[3][4] Þar sem blómið snýr í átt að sól er það hvíldarstaður fyrir ýmis skordýr þar sem það ar lítið eitt hlýrra en nálæg yfirborð.[5]

Þessi tegund myndar rótarhnýði, með samlífi við niturbindandi bakteríur. Hún getur einnig myndað sambýli við sveppategundina Hebeloma cylindrosporum með útrænni svepprót.[6]

Karralauf er algengt á mörgum heimskautasvæðum, þar sem það vex í mörgum gerðum af köldum og blautum búsvæðum. Það finnst á túndru, engjum, árdölum, og á skriðum. Það nær góðri rótfestu í grýttum og malarkenndum jarðvegi, og þrífst vel í jarðvegi með litlu lífrænu innihaldi. Það er frumbýlisplanta á erfiðum svæðum.[2] Það nam land á stórum svæðum við heimskautin eftir því sem meginlandsísinn hörfaði.[7] Þessi tegund er ríkjandi á ýmsum búsvæðum heimskautsins, með að vera ein af fyrstu tegundunum til að ná fótfestu á berum svæðum eftir jöklana og verða algengasta tegundin þar. Það er ríkjandi í dvergheiðabúsvæðum ásamt störum eins og Carex rupestris í Montana.[8] Í hlutum norður Alaska deilir það svæðinu með fléttunni Ochrolechia frigida, á rústajarðvegi ,[9] og rökum strand flatneskjum með Carex aquatilis.[10]

Hæfileikar karralaufs til að nema land á nöktum jarðvegi heimskautanna gerir það heppilegt verkfæri til að græða upp, sérstaklega á svæðum eftir námugröft. Þegar plantan er einu sinni búin að koma sér fyrir, nýtast þéttar þúfurnar til að safna lífrænu foki. Aukning lífrænnar þekju álitin mikilvægur hluti þess að endurgræða berar námur.[11]

Á inúítamálum gengur það undir ýmsum nöfnum, til dæmis: malikkaat, isuqtannguat, isurramuat, og piluit. Á grænlensku er nafnið umerluusaq. Inúítar fylgdust með þroska plöntunnar til að fylgjast með því hvað sumri leið.[2]


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Dryas integrifolia.[óvirkur tengill] NatureServe.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 Aiken, S.G., et al. 2007. Flora of the Canadian Arctic Archipelago: Descriptions, Illustrations, Identification, and Information Retrieval. NRC Research Press, National Research Council of Canada, Ottawa.
  3. 3,0 3,1 Au, R. (2006). Dendroecology of the dwarf shrub Dryas integrifolia near Churchill, Manitoba (Thesis). Geymt 15 apríl 2016 í Wayback Machine University of Winnipeg.
  4. Krannitz, P. G. (1996). Reproductive ecology of Dryas integrifolia in the high Arctic semi-desert.[óvirkur tengill] Canadian Journal of Botany. 74:9 1451-60.
  5. Wilmer, P., et al. (2005). Environmental Physiology of Animals. 2nd Ed. Blackwell Publishing. Malden, MA. pg 651.
  6. Melville, L. H., et al. (1987). Ontogeny of early stages of ectomycorrhizae synthesized between Dryas integrifolia and Hebeloma cylindrosporum. Botanical Gazette 148:3 332-41.
  7. Tremblay, N. O. and D. J. Schoen. (1999). Molecular phylogeography of Dryas integrifolia: glacial refugia and postglacial recolonization. Molecular Ecology 8 7 1187–98.
  8. Dryas integrifolia - Carex spp. Dwarf Shrub Herbaceous Vegetation. Montana Natural Heritage Program.
  9. 8. Dryas integrifolia-Ochrolechia frigida. Toolik Arctic Geobotanical Atlas. Alaska Geobotany Center.
  10. 9. Carex aquatilis-Dryas integrifolia. Toolik Arctic Geobotanical Atlas. Alaska Geobotany Center.
  11. Firlotte, N. and R. J. Staniforth. (1995). Strategies for revegetation of disturbed gravel areas in climate stressed subarctic environments with special reference to Churchill, Manitoba, Canada: A literature review. Climate Research 5 49-52.
Wikilífverur eru með efni sem tengist