Dreifibréfsmálið
Dreifibréfsmálið eða sjaldnar dreifibréfamálið er atburður sem átti sér stað á Íslandi í síðari heimsstyrjöld eða 5. janúar árið 1941. Undanfari málsins var sá að Dagsbrúnarmenn voru í verkfalli og breskir hermenn gengu í störf þeirra. Þá fjölrituðu nokkrir Dagsbrúnarmenn bréf, þar sem þeir útskýrðu sjónarmið sín og var þeim dreift til breskra hermanna og í því voru þeir hvattir til að ganga ekki í störf Íslendinga sem voru í verkfalli. Breska stjórnin taldi hvatt til uppreisnar í bréfinu, fangelsaði sjö menn og afhenti þá íslenskum yfirvöldum að kröfu ríkisstjórnarinnar. Fjórir þeirra voru dæmdir í 4-15 mánaða fangelsi.
Nokkrum mánuðum síðar handtók breska herstjórnin alla þrjá blaðamenn Þjóðviljans, Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson og Sigurð Guðmundsson, og bannaði útgáfu blaðsins (bannið stóð í eitt ár). Mennirnir voru fluttir til Bretlands og haldið þar í fangelsi fram á sumarið.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Ólafur Grímur Björnsson tók saman grein um l'„afer de les octavilles“ eða dreifbréfamálið. (katalónsku)
- Ríkisstjórnin fyrirskipar málshöfðun gegn 8 verkamönnum og báðum ritstjórum Þjóðviljans, Þjóðviljinn 6. febrúar 1941
- Enn af dreifibréfsmálinu (Pétur Pétursson) Morgunblaðið, 29.10.2000, Blaðsíða B 22