Draumalandið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrir samnefnda kvikmynd, sjá Draumalandið (kvikmynd).

Draumalandið - sjálfshjálparhandbók handa hræddri þjóð er bók eftir Andra Snæ Magnason. Hún er ádeila á hina svokölluðu stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda, kennslubók í að afhjúpa blekkingu og leiðbeining um leiðir til að marka nýja stefnu. Bókin vann Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006.

Bókin hefur vakið mikla athygli og er að einhverju leyti ástæða þess að Andra var boðið að halda fyrirlestur árið 2006 í virtri fyrirlestraröð Cornell háskólans.

Kvikmynd byggð á efni bókarinnar var frumsýnd 2009.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]