Downingstræti 10
51°30′12″N 0°07′39″V / 51.5033°N 0.1275°V
Downingstræti 10[1] (enska: 10 Downing Street eða í stuttu máli Number 10) er hús í Mið-London sem er höfuðstöðvar ríkisstjórnar Bretlands og opinbert heimili forsætisráðherrans. Húsið stendur við Downingstræti í Westminsterborg og er eitt þekktasta heimili Bretlands og heimsins. Húsið er næstum 300 ára gamalt og í því eru rúmlega eitt hundrað herbergi. Á þriðju hæð er einkaheimili og eldhús í kjallaranum. Á hinum hæðum eru skrifstofur, fundarsalir, setustofur og borðstofur þar sem forsætisráðherran vinnur og tekur gestum og öðrum ráðherrum á móti. Húsagarður liggur á miðri byggingunni og á bak við hana er verönd og garður sem er 2.000 m² að flatarmáli.
Húsið var upprunalega þrjú stök hús. Árið 1732 gaf Georg 2. konungur fyrsta ráðherra Bretlands Robert Walpole húsin að gjöf. Walpole samþykkti gjöfina í þeim skilningi að húsin yrðu í eigu embættis forsætisráðherrans og ekki hans. Walpole lét William Kent arkitekt tengja húsin þrjú saman. Það er þetta hús sem er þekkt í dag sem Downingstræti 10. Þó að húsið væri stórt og nálægt þinghúsinu bjuggu fáir forsætisráðherrar þar í fyrstu. Það kostaði mikið að halda húsinu við og svo varð það niðurnítt. Stakk var nokkrum sinnum upp á að húsið skyldi vera rifið niður. Þrátt fyrir þetta stóðst húsið og varð mjög frægt. Margir mikilvægir atburðir í sögu Bretlands hafa átt sér stað í húsinu. Árið 1985 sagði Margrét Thatcher að húsið væri orðið „einn dýrmætasti gimsteinninn í þjóðararfinum.“
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „10 Downing Street“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. nóvember 2011.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Flutt inn í Downingstræti 10“. Sótt 13. nóvember 2011. — dæmi um notkun Downingstræti 10