Dilkur
Dilkur er lamb (þá dilklamb)[1] og jafnvel folald eða kálfur sem sýgur móður sína, en dilkur er þó langsamlega oftast haft um dilklamb, það er lamb að hausti.
Orðið sjálft
[breyta | breyta frumkóða]Merkingar
[breyta | breyta frumkóða]Orðið dilkur getur merkt nokkra hluti:
- Afgirtur hluti eða hólf fjárréttar[2] (samanber að draga fé í dilka og að draga í dilka), en þessi merking er dregin af því hvernig þetta líkist á sem leiðir dilk (þ.e.a.s. hvernig lítið réttarhólf er miðað við stærri hluta réttarinnar)
Móðir dilka er oft nefnd dilksuga[2] þar sem hún er sogin af dilk.
Dilkar í Grágás
[breyta | breyta frumkóða]Í Grágás kemur vel fram merking orðsins, þ.e. afkvæmi tamins húsdýrs, það sem sýgur móður sína:
- Eigi varðar manni við lög, þótt ær leiði dilka ómerkta, og skal þar móðir bera vitni hverr á; og svo skal hið sama, þótt kýr eða gyltur eða geitur leiði dilka.
Orðsifjar
[breyta | breyta frumkóða]Orðið „dilkur“ er gamalt í málinu og merkti það upprunalega ungviði búfjár (og ekki skipti máli hvort um var að ræða afkvæmi sauðfjár, hrossa, svína eða nautgripa) sem gengur með móður sinni[2] og á orðsifjafræði orðsins „dilkur“ á rætur sínar að rekja til latínu. Margar samsvaranir eru til í gannmálum og hin ævaforna rót di- sem fyrirfinnst í orðinu dilkur geymir merkinguna „að sjúga“; samanber danska orðið die, sænska orðið dia (að vera á brjósti).[2] Orðið er skylt latnesku sögninni felare (sem þýðir að „sjúga“), femina (sem þýðir „kona“) og einkum orðinu filius og filia (sem þýða „sonur“ og „dóttir“ í þessari röð) eða eiginlega brjóstmylkingar.
Orðasambönd
[breyta | breyta frumkóða]- Draga dilk á eftir sér
- Orðasambandið að eitthvað „dragi dilk á eftir sér“ er alltaf notað í neikvæðri merkingu (oft notað með orðinu ‚illan‘ fyrir fram orðið ‚dilkur‘; að „draga illan dilk á eftir sér“)[2] og merkir það að eitthvað hafi eitthvað slæmt í för með sér eða að eitthvað hafi slæmar afleiðingar. Hefur þetta máltæki verið þekkt í tungumálinu allt frá því á 18. öld.[1] Þetta orðasamband er að öllum líkindum komið úr sveitamáli, og þar sem dilkur er lamb sem sýgur móður sína þá er illur dilkur smávægilegt eða óásjálegur dilkur sem fylgir mömmu sinni.[1][4]
- Draga í dilka
- Orðasambandið „að draga í dilka“ er notað þegar verið er að flokka fólk eftir hlutum eins og kynþætti eða skoðunum.[2] Það er fengið úr réttunum þar sem féð er dregið úr fjöldanum og flokkað (eins og að flokka fólk í ákveðina hópa).[2]
Neðanmálsgrein
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Hvaða dilk draga mál á eftir sér?“. Vísindavefurinn.— Orðasambandið eitthvað dregur dilk á eftir sér 'eitthvað hefur eitthvað slæmt í för með sér' er vel þekkt í málinu allt frá því á 18. öld. Það er ávallt notað í neikvæðri merkingu og stundum að viðbættu orðinu illan, þ.e. draga illan dilk á eftir sér.
- Líkingin er án efa fengin úr sveitamáli. Dilkur eða dilklamb er lamb sem sýgur móður sína, lamb að hausti. Illur dilkur er þá ómerkilegur, óásjálegur dilkur sem fylgir móður sinni og er yfirfærða merkingin þaðan fengin.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 2,7 http://www.arnastofnun.is/page/arnastofnun_ord_pistlar_dilkur[óvirkur tengill] Orðapistlar- dilkur
- ↑ Orðabók Menninigarsjóða
- ↑ „Íslenskt mál, pistill í Morgunblaðinu 19. nóvember 1983“. Sótt 8. september 2008.