Fara í innihald

Folald

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Folald sem sýgur móður sína

Folald er afkvæmi hests og hryssu og telst vera folald þar til það er orðið eins vetra. Aldursár hesta eru talin í vetrum. Folald er aðeins folald fram yfir fyrsta veturinn, þá verður það að trippi og er trippi á aldrinum 1–3 vetra. Folöld sem ganga undir móður sinni nefnast dilkhestar. Ef folald er haustkastað er það kallað haustungur.

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

  • Orðið fyl [1] er stundum haft um folald, en þó oftast um um ófætt folald: hryssa með fyli. Orðið Fylsuga er haft um hryssu sem folaldið gengur undir (sýgur).
  • Folald getur orðið til úr tveimur eggjum í móðurkviði. Framhlutinn er þannig tvíburi afturhlutans. Fyrirbærið er afar sjaldgæft. [2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fyl; af Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
  2. „Tvíburi sjálfs síns; af Rúv.is“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júlí 2009. Sótt 22. júlí 2009.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.