Fara í innihald

Dick Schoof

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dick School
Schoof árið 2018.
Forsætisráðherra Hollands
Núverandi
Tók við embætti
2. júlí 2024
ÞjóðhöfðingiVilhjálmur Alexander
ForveriMark Rutte
Persónulegar upplýsingar
Fæddur8. mars 1957 (1957-03-08) (67 ára)
Santpoort, Hollandi
ÞjóðerniHollenskur
StjórnmálaflokkurÓflokksbundinn
MakiYolanda (skilin)
Börn2
HáskóliRadboud-háskóli

Hendrikus Wilhelmus Maria „Dick“ Schoof (f. 8. mars 1957) er hollenskur embættismaður og núverandi forsætisráðherra Hollands. Hann tók við embætti þann 2. júlí árið 2024. Schoof er óflokksbundinn en fer fyrir samsteypustjórn Frelsisflokksins, Bændaflokksins, Frjálslynda þjóðarflokksins og Nýs samfélagssáttmála.[1]

Schoof er fyrrverandi yfirmaður hollensku leyniþjónustunnar og áður en hann varð forsætisráðherra var hann ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu.[2] Eftir að Frelsisflokkur Geerts Wilders vann óvæntan sigur í þingkosningum Hollands árið 2023 tóku við langar stjórnarmyndunarviðræður. Wilders naut ekki stuðnings hinna flokkanna til að taka við embætti forsætisráðherra og því var Schoof valinn til að leiða stjórnina. Stjórn Schoofs hefur boðað strangari innflytjendalöggjöf og viðræður við Evrópusambandið um að Holland hljóti undanþágu frá innflytjenda- og hælisleitendalögum sambandsins.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Dagný Hulda Erlendsdóttir (2. júlí 2024). „Fyrrum yf­ir­mað­ur leyni­þjón­ustu nýr for­sæt­is­ráð­herra“. RÚV. Sótt 2. júlí 2024.
  2. „Fyrrverandi leyniþjónustumaður verður forsætisráðherra“. mbl.is. 29. maí 2024. Sótt 2. júlí 2024.
  3. Þorgils Jónsson (28. maí 2024). „Fyrrum leyniþjónustustjóri verður forsætisráðherra Hollands“. RÚV. Sótt 2. júlí 2024.


Fyrirrennari:
Mark Rutte
Forsætisráðherra Hollands
(2. júlí 2024 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.