Fara í innihald

Devin Townsend

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Devin Townsend (2012).
Devin Townsend á Tuska open air í Helsinki árið 2010.

Devin Garrett Townsend (f. 5. maí 1972) er kanadískur tónlistarmaður og upptökustjóri.

Townsend er fæddur í Vancouver, Bresku Kólumbíu[1]. Hann hóf feril sinn 19 ára þegar Steve Vai, gítarleikari heyrði demo spólu hans. Vai hreifst af efni Townsend og fékk hann til að syngja á plötunni sinni Sex and Religion (1993) og fara í tónleikaferðalag um heiminn. Platan gekk illa og Townsend hætti með Vai. [2]

Townsend var óánægður með músíkiðnaðinn og stofnaði hann þungarokkshljómsveitina Strapping Young Lad árið 1994 og starfaði hún til 2007. Samhliða því hóf hann sólóferil undir eigin nafni og stofnaði eigin plötuútgáfu; HevyDevy Records. Sólóefni Townsend er fjölbreytt og blanda af ýmsu: Rokki, þungarokki, framsæknu rokki, framsæknu þungarokki, hughrifatónlist (ambient) og nýjaldartónlist (new age).

Sólóferillinn hefur verið undir nokkrum nöfnum: Devin Townsend, Devin Townsend Band og Devin Townsend Project. Townsend er bæði alvörugefinn og gamansamur í tónlist sinni. Hefur hann meðal annars búið til þemaplötur af geimverunni Ziltoid hinum alvitra sem hefur það að markmiði að finna besta kaffið á jarðarkringlunni ellegar eyðir hann henni.[3]

Sem plötuupptökustjóri hefur hann meðal annars tekið upp efni fyrir þungarokkssveitirnar Lamb of God og Soilwork. Townsend er þekktur fyrir að taka upp efni á mörgum rásum (enska: multitrack).

Árið 2016 gaf hann út sjálfsævisögu, Halfway There. Með bókinni fylgdi akústísk plata, Iceland en hún var tekin upp í Sundlaugin-upptökuveri í Mosfellsbæ.

[4]

  • Sex and Religion (1993)

Sólóplötur

[breyta | breyta frumkóða]

(undir ýmsum nöfnum)

  • Punky Brüster – Cooked on Phonics (1996)
  • Ocean Machine: Biomech (1997)
  • Infinity (1998)
  • Physicist (2000)
  • Terria (2001)
  • Accelerated Evolution (2003)
  • Devlab (2004)
  • The Hummer (2006)
  • Synchestra (2006)
  • Ziltoid the Omniscient (2007)
  • Ki (2009)
  • Addicted ( 2009)
  • Deconstruction (2011)
  • Ghost (2011)
  • Epicloud (2012)
  • Casualties of Cool (2014) - Með Ché Aimee Dorval
  • Z²: Dark Matters (2014)
  • Z²: Sky Blue (2014)
  • Transendence (2016)
  • Empath (2019)
  • The Puzzle/ Snuggles (2021)
  • Lightwork (2022)
  • PowerNerd (2024)

Strapping Young Lad

[breyta | breyta frumkóða]
  • Heavy as a Really Heavy Thing (1995)
  • City (1997)
  • Strapping Young Lad (2003)
  • Alien (2005)
  • The New Black (2006)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.allmusic.com/artist/devin-townsend-mn0000818627/biography
  2. http://www.allmusic.com/artist/steve-vai-mn0000045475/biography
  3. http://www.allmusic.com/album/ziltoid-the-omniscient-mw0000744542
  4. Devin Townsend Discogs.com