Desmond Dekker
Útlit
Desmond Dekker (Desmond Adolphus Dacres; 16. júlí 1941 – 25. maí 2006) var ska- og reggítónlistarmaður frá Kingston á Jamaíka. Hann átti fyrsta alþjóðlega reggísmellinn, „The Israelites“ (1969), sem náði á topp vinsældarlista í Evrópu, Suður-Afríku og Kanada, auk Jamaíka, en áður hafði hann náð langt í Bretlandi með laginu „007 (Shanty town)“ (1967). Hann var langþekktasti tónlistarmaður Jamaíka utan eyjunnar, fyrir daga Bob Marley.