Um endimörk góðs og ills
Útlit
(Endurbeint frá De Finibus)
Um endimörk góðs og ills (latína: De finibus bonorum et malorum oft nefnt De finibus) er rit um siðfræði í fimm bókum eftir rómverska stjórnmálamanninn, heimspekinginn og rithöfundinn Marcus Tullius Cicero. Ritið var samið í júní 45 f.Kr. og fjallar um hin æðstu siðferðilegu gæði. Fyrstu tvær bækurnar fjalla um kenningar epikúringa, bækur þrjú til fjögur fjalla um kenningar stóuspekinnar og fimmta bókin fjallar um kenningar akademískra heimspekinga, einkum Antíokkosar frá Askalon.
Þýðingar
[breyta | breyta frumkóða]- Cicero, On Ends. H. Rackham (þýð.) (Cambridge, MA.: Harvard University Press, 1914, 2. útg. 1931).
- Cicero, On Moral Ends. Raphael Woolf (þýð.) (Cambridge: Cambridge University Press, 2001).
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist
- Um endimörk góðs og ills (á latínu)
Þessi fornfræðigrein sem tengist bókmenntum og heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.