Fara í innihald

David Odonkor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

David Odonkor

David Odonkor (fæddur 21. febrúar árið 1984 í Bünde) er þýskur fyrrverandi knattspyrnumaður.

Hann þreytti frumraun sína í þýsku úrvalsdeildinni snemma árs 2002. Odonkorr var mjög fljótur leikmaður.

Árið 2006 var honum óvænt bætt í leikmannahóp Jürgen Klinsmann fyrir HM 2006. Rétt áður, 30. maí, árið 2006, lék hann sinn fyrsta landsleik, í vináttulandsleik gegn Japan (2-2). Faðir Odonkor er frá Gana, en hann fyrir landslið Þýskalands. Eftir að leikmannaferlinum lauk gerðist hann knattspyrnustjóri.