Davíð Þorláksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Davíð Þorláksson (f. 16. september 1980 á Akureyri) er íslenskur lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS). Hann hefur skrifað greinar í tímaritið Þjóðmál. Davíð var kjörinn formaður SUS í ágúst 2011, hann fékk 62% atkvæða á móti 38% atkvæðum mótframbjóðanda hans, Björns Jóns Bragasonar.[1]

Portrait of David Thorlaksson

Davíð var stúdent af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri og lauk svo embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands. Davíð hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2009. Hann sat í stjórn SUS 2003-2005 og hefur verið ritari Varðbergs. Davíð starfaði sem lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, verkefnastjóri við lagadeild Háskólans í Reykjavík og aðstoðarkennari við lagadeild Háskóla Íslands. Þá starfaði hann sem yfirlögfræðingur fjárfestingabankans Askar Capital frá árinu 2007 og til 2009 þegar hann færði sig yfir til Icelandair Group.[2]

Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]