Darraðarösp
Útlit
Darraðarösp | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Populus angustifolia James[1][2][3] | ||||||||||||||||
Náttúrulegt útbreiðslusvæði Populus angustifolia
|
Darraðarösp (fræðiheiti: Populus angustifolia) er lauftré í víðiætt. Þessi tegund vex í Lægðinni miklu í Bandaríkjunum, þar sem hún finnst oft meðfram ám og lækjum á milli 1200 til 1800 metra hæð yfir sjávarmáli.[1]
Trén eru nett að lögun, með gulgræn lensulaga blöð með bylgjuðum jaðri. Brumin eru klístruð og gúmmíleg og voru notuð sem nokkurskonar tyggjó af innfæddum, þar á meðal Apasjar og Navajó. Tegundin er hýsill fyrir Pemphigus betae sem leggst á sykurrófur og veldur allnokkrum skaða þar.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „P. angustifolia James“. Jepson Manual Treatment.
- ↑ „Populus angustifolia (narrowleaf cottonwood)“. USDA Plants Profile.
- ↑ „Populus angustifolia“. Flora of North America.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Darraðarösp.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Populus angustifolia.